miðvikudagur, nóvember 12

HARMAFREGN!!

Oss hafa borizt til eyrna þau válegu tíðindi, válegu tíðindi að fyrirhugað og mjög svo langþráð ball með stuðhljómsveitinni stórkostlegu Chernobyl, sem halda átti einhversstaðar í náttúruperlunni og sælureitnum Reykjavík á laugardag komanda, hafi nú í­ dag verið endanlega blásið af!

Vitum vér að þetta reiðarzlag mun koma til með að hafa ævarandi áhrif á ungar og viðkvæmar sálir á norðurlandi vestra og hefur af þeim sökum verið komið upp aðstöðu til áfallahjálpar á Melavegi 7, spurt eftir Pétri, hefur maður sá stórt hjarta ok blíða lund. Aumt má hann aldregi sjá.

Annað mál og ekki zíður alvarlegt er svo það að ykkar einlægur hefir nú um nokkurt skeið í­hugað úrsögn úr téðri hljómsveit, EN, hyggur þess stað á frekari frama með hinum ótrúlegu Zetors og jafnvel fara að huga að zólóferli! Hefur undirrituðum borist aragrúi tilboða um hörpuslátt hér og þar um land, má þar til dæmis nefna beiðni um að strjúka strengi við hina árlegu afhendingu landgræðsluverðlauna í lok næstu vikuh! Verða þar einnig zlaghörpuleikari og söngkona, en í algjörum aukahlutverkum.

Læt ég hér ztaðar numið að sinni, lifið heil!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com