mánudagur, desember 1

LEYSI

Já, þetta orð á vel við núna í bloggheimum.
Bloggheimar voru eitt sinn í miklum blóma, hvert sem litið var sást áhugasamur og iðinn bloggari við að skapa blogg. Lítil bloggbörn hoppuðu og skoppuðu um, rjóð í kinnum, bloggdýr stóðu á beit í grösugum haga, velmegun og velsæld ríkti í bloggheimum.

En þá gerðist eitthvað.
Hvað það var veit enginn með vissu, en allt í einu, einn góðan veðurdag var allt hljótt, enginn bloggari bloggaði, bloggbörnin voru á bak og burt, hvað var að?
Hvað varð um bloggfólkið?
Þetta veit enginn með vissu, en allavega er þetta staðan í dag.
Ef maður kveikir á tölvu og hyggst lesa nokkur vel valin blogg, grípur maður í tómt. Eins var með Anazasi indjánana í Ameríku, þeir hurfu bara einn góðan veðurdag og einginn veit hvurt.

Að síðustu langar mig að skrifa hér ljóð.

Stebbi stóð á ströndu
var að skrifa blogg
blogg var ekki skrifað
nema Stebbi skrifaði blogg

Ein skrifar Stebbi blogg
tví skrifar Stebbi blogg
þrí skrifar Stebbi blogg
fjór skrifar Stebbi blogg.....

og svo framvegis.

Yfir-gleraugnazetor kveður

Free Web Site Counter
FreeLogs.com