þriðjudagur, mars 9

Er ekki aldur afstæður?

Föstudaginn 26. mars fer ég í svaka gilli á Selfossi. Þá ætla að hittast tuttugu ára gagnfræðingar frá GSS. Ekki veit ég hvað ég hef þangað að gera, það bara getur ekki verið að það séu tuttugu ár frá samræmdu? Sko, ég tók samræmdu prófin 1984 þannig að þið sjáið það í hendi ykkar, þetta tuttugu ára kjaftæði stenst bara engan veginn?!

En, hvað sem því líður þá verður mikill sprengur á kútnum (mér) þá helgina, því daginn eftir þarf hann (ég) að mæta klukkan 1400 í generalprufu fyrir hina geysivinsælu söngvarakeppni á Hvammstanga. Mun það eflaust standa tæpt, en er samt nánast formsatriði, sömuleiðis að mæta í sjálfa keppnina, svo viss er ég um að við Silli munum rúlla þessu upp með okkar framlagi.

En... mikið var þetta nú leiðinlegt blogg.
Bless.

PS. Vonandi mætir Steini Spil í gillið.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com