mánudagur, apríl 19

Húnvetningurinn ég

Loksins er komið að því, nú er maður að fara að flytja norður. Er það vel. Gaman verður að koma og búa. Svei mér þá.

Gaman var á grand sýningu á laugardagskvöld, virkilega gaman. Leikarar mátulega mikið íðí og allt mjög ísí og afslappað. Hrönn var æðisleg og sömuleiðis Gísli, þegar hann var kona, það var geggjað.

Eftir sýningu skrapp maður aðeins á barinn, bara rétt að gá hvort Silli væri þar. Hann var þar ekki, en kom fljótlega. Á Þinghúsinu voru sjómenn frá Eyjum með kassagítara og spiluðu og sungu. Ég fékk fljótlega annan gítarinn og síðan spiluðum við, ég og annar frá Eyjum. Eftir svolitla stund fórum við að spjalla og í ljós kom að ég hafði hitt þennan gaur fyrir 21 ári síðan, á fyrsta fylleríinu mínu, sem var einmitt í Eyjum! Frábær tilviljun það!

Gaman.

Bless.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com