sunnudagur, desember 26

Harmleikur í Húsasmiðju, fimmti þáttur

Í dag er annar dagur jóla. Það er gaman. Ekkert er að frétta. Nú kemur fimmti hluti/þáttur.
Hann er svolítið stuttur.
Vessgú.

Nú hringdi ég í Smáratorg og keypti kubba og flísar útí nýstofnaðan reikning. Sagði ég manninum þar að senda kubbana með bíl norður á Hvammstanga, en mágkona mín skyldi koma innan skamms og sækja flísarnar, við ætluðum strax að byrja að leggja þær í sturtubotninn er heim kæmi. –Já, ekkert mál, segðu henni bara að spyrja eftir mér, sagði maðurinn og kvaðst ég mundu gera það. Kvöddumst við nú með virktum og lögðum á. Þessu næst höfðum við samband við mína ástkæru mágkonu og fór hún med det samme að sækja flísarnar.

Smáratorg síðdegis á laugardegi.
Þegar búið var að reyna að kalla manninn upp í tíu mínútur gafst hún upp og fór.
Næst fórum við í BYKO að kaupa fleiri glerkubba. Nú, afhverju keyptuð þið ekki bara fleiri kubba í Húsasmiðjunni, spyr fólk sjálfsagt. Vegna þess, kæri lesandi, að fyrir utan það að veita heimsins lélegustu þjónustu, er Húsasmiðjan algjör okurbúlla. Téðir glerkubbar kosta 398 krónur stykkið þar, en, og haltu þér fast, 273 krónur í BYKO. Við keyptum í Húsasmiðjunni eingöngu fyrir þá fjármuni sem við áttum inneign fyrir þar, og ekki krónu meir. Í BYKO var maður tilbúinn að aðstoða okkur þegar við mættum á staðinn og leiðbeindi hann okkur í gegnum upphleðslu á glerkubbum, lét okkur í té sérstaka steypu á milli og krossa, eins og við flísalagningu. Þvílíkur munur.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com