þriðjudagur, desember 21

Harmleikur í Húsasmiðju, fyrsti þáttur

Jæææææjjjjjaaaa!
Þá er komið að því!
Ég get ekki beðið lengur, og hef því ákveðið að setja inn fyrsta hluta sannrar framhaldssögu, sem enn er að gerast! Hugsið ykkur, nú fáið þið tækifæri til þess að eiga hlutdeild í mínu lífi.
Ég ætla ekki að hafa formálann lengri, bara, gaman að sjá ykkur öll aftur!
Gjööööriði svo veeeel!

Hér verður greint frá aldeilis ótrúlegum atburðum sem áttu sér stað síðustu helgina fyrir jól. Þannig var að við stóðum í endurbótum á baðherberginu hjá tengdapápa og ætluðum meðal annars að skipta um baðkar. Elskulegt ástardjásnið mitt mældi út gamla karið eina helgina og fór með málin í Húsasmiðjuna á Akureyri. Þar valdi hún baðkar sem kostaði tæpan seytján þúsund kall, og nú ætluðum við að nýta okkur samböndin okkar, vinur bróður míns er starfsmaður Húsasmiðjunnar fyrir sunnan og með því að kaupa í gegnum kennitöluna hans ætti að fást 15% afsláttur. Þetta hefur aldrei verið neitt tiltökumál hingað til, en núna rakst Sigrún mín á lítilsháttar örðu á veginum þeim. Starfsmaðurinn á Akureyri var tregur til þess að framkvæma færsluna með þessum hætti, en bauð Sigrúnu að stofna einhverskonar skyndireikning þannig að hægt væri að ná sama afslætti. Gekk þetta allt eftir, fékk hún svokallaðan starfsmannaafslátt uppá 15% og einhvern lítilsháttar staðgreiðsluafslátt að auki, ágætis mál.

Nú liðu tveir-þrír dagar og baðkarið kom hingað á Hvammstanga á fimmtudegi. Bar ég það beint inn í stofu. Eitthvað fannst mér lengdin grunsamleg, bar ég málband eitt að og bar saman lengdirnar á körunum, því gamla og því nýja. Ekki bar á öðru, nýja karið var tíu sentimetrum lengra, og myndi ekki með nokkru móti komast þar sem því var ætlaður staður. Hafði mín heittelskaða ekki mælt rétt og voru þetta afleiðingarnar. Hélt ég. Því þetta var bara byrjunin á þeirri hryllilegu atburðarás sem átti sér stað í kjölfarið.

Framhald þegar nógu margir eru búnir að kommenta!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com