þriðjudagur, febrúar 22

Sko minn kall!

Já, gestur númer eitt þúsund á síðunni minni reyndist vera ég sjálfur!
Þetta verður bara að teljast alveg þokkalegt, þúsund hitt á tveimur mánuðum sirka. Það vill gera fimm hundruð á mánuði, eða 16,67 á dag, sirka. Og þar sem ég kíki sjálfur á síðuna sirkabát fimmtán sinnum á dag gerir það um það bil 1,67 gestur á dag, sem er mjög gott!

Framundan eru tónleikar á Þinghúsi. Þeir eru á föstudaginn. Föstudaginn 25. febrúar. Þeir eru með mér. Og Sveini bakara. Við ætlum að spila. Og svo spila. Lög. Ég man ekki hvenær á að byrja.

Bæ.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com