fimmtudagur, maí 12

Nýja bloggið

Ágætu flugáhugamenn og konur.
Ég hefi nú bókað fjögurra sæta flugvél af Cessna gerð, einkennisstafir TF-UNA, laugardaginn 21. maí til útsýnisflugs.
Hyggst ég gera út frá flugvellinum á Króksstaðamelum.
Fyrirhugaðir eru hálftíma túrar um héraðið og mun kosta tvöþúsundkall per sæti.

ATH
Þetta er samt allt háð einu, en það er að ekki komi hingað maður sem er að aðstoða okkur í vinnunni, mig minnir að hann hafi talað um að koma akkúrat þennan dag og kannski verð ég að vera að snudda í kringum hann.
Ef svo færi, yrði ég að seinka um viku eða svo, kemst vonandi að því fljótlega.

Sæl

P.S. Í þessum orðum skrifuðum er ég að spjalla við félaga minn á MSN, hann var að fljúga Boeing 757 í fyrsta skipti á mánudaginn var, spennandi!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com