miðvikudagur, júní 1

FLUGFLUG

Jaskoh!
Mikið var nú gaman á laugardaginn var. Það er jú gaman að fljúga.
Þó bar skugga á, því ekki vannst tími til að fara síðasta túrinn, og urðu farþegar frá að hverfa, hnuggnir og hnípnir (ég ætla ekki að reyna að segja þetta upphátt.)
Ljós er þó í myrkrinu. Ég er búinn að bóka vélina aftur hinn átjánda júní og eru Biggi og kó munstruð í fyrstu ferð klukkan ellefu.
Einnig er ég búinn að bóka vélina níunda júlí OG unglistarhelgina, svo manaði ég félaga mína í Lágflugi ehf, sem á þessa vél og tvær aðrar, að koma með þær á Unglist í sýningar- og montflug.
Eftir sumarið ættu því allir Hvammstangabúar og nærsveitamenn að hafa náð því að fara í útsýnisflug í sumar.

Vegna þess hversu duglegur hann bróðir minn er að segja sögur á bloggsíðunni sinni, www.air-atlanta.blogspot.com, ætla ég nú að segja eina skemmtilega af honum.

Einu sinni, fyrir langa löngu, kom hann í flug með mér. Það var í fyrsta skiptið, og það eina minnir mig, sem hann fór með mér. Við flugum austur í Mýrdal til að róta í hárinu á mömmu. Eitthvað tók ég of krappa beygju fyrir hans smekk, þannig að honum varð bumbult af. Reyndi hann nú eins og karlmanni sæmir að harka þetta helvíti af sér, en eftir nokkra stund gafst hann upp og kvaðst hundr heita ef ei skyldi hann upp selja. Þar sem ei var ælupoki við hönd, brá ek á það ráð að hella úr skjóðu nokkurri er haft hafði ek undr höfuðtól ok fleira smáligt. Fékk ek honum skjóðuna ok mælti: "Eigi má æluna inni byrgja, ok hafðu nú skjóðu þessa, fylltu hana barma í millum af dögurði þeim er þú svá hreystilega í þig lést við dagmál, bróðir sæll!" Tók hann skjóðuna fegins hendi ok öskraði hátt ofaní hana.

Afraksturinn var sáralítill, þegar til kom var hann sama og ekkert búinn að éta þennan dag, þannig að í töskunni var bara lítilsháttar slím, sem þvoðist auðveldlega úr töskunni.

Já, þetta var nú falleg lítil saga um bróðurkærleik og gubb.

Veriði sæl.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com