föstudagur, ágúst 5

Jól í nóvember!

Hæ hó, ég hlakka til! Ójá, dömur mínar og herrar, langþráður draumur er að verða að veruleika, Pink Floyd tónleikar fyrirhugaðir í féló á Hvammsó, hinn 19. nóvember!
Helga Hinriks fékk þá frábæru hugmynd að spila slatta af Pink Floyd lögum og bjóða fólki að syngja. Þá á að hafa samband við hana og tilkynna þátttöku og ennfremur hvaða lag skal sungið. Svo æfir bara hljómsveitin og allt smellur saman á stórkostlegri sýningu, þar sem ekkert verður til sparað til þess að gera hana sem glæsilegasta. Eða, jú, reyndar verður til sparað, því þetta á að kosta sem allra minnst, helst ekki neitt, en við ætlum samt að gera þetta svakalega flott. Já, við, segi ég, ég var nefnilega skipaður hljómsveitarstjóri. Það er æðislegt, Pink Floyd er nefnilega uppáhalds hljómsveitin mín og mun alltaf verða, held ég. Ég er búinn að skipuleggja stórkostlegt upphafsatriði! Ef þið kíkið á Sillasíðuna sjáið þið líka umfjöllun um þetta dæmi.

Þetta verður alltsaman nánar auglýst síðar.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com