miðvikudagur, september 17

Fimm dagar

Já gott fólk, nú eru fimm dagar frá síðasta bloggi.
Ég er í óhemju mikilli framför, því verður ekki neitað. Það er í raun fyrir tilstilli Kristjönu sem ég blogga svona fljótt aftur, annars ætlaði ég bara að bíða í tvö ár....

Ég er að velta því fyrir mér á næstunni að henda inn eins og einni æskuminningu, hvað segiði um það? Svo er nú bloggið mitt að verða frægt, mamma búin að fá leyfi hjá mér til að birta eitthvað gamalt og gott af síðunni í næsta Fréttabúa (sem er héraðsfréttablað í Vestur-Skaftafellssýslu, sem kemur núorðið bara út einu sinni á ári, fyrir jól).

Jæja, æskuminningin kemur fljótlega, verið bara þolinmóð, þangað til kveður Yfirzetor.....

Free Web Site Counter
FreeLogs.com