þriðjudagur, nóvember 18

Komið sæl

Jeg hefi nú um nokkurt skeið hagað mínu talmáli á þann veg að greini sleppi ég með öllu. Er af því­ heilmikil hagræðing, svo ekki sé minnst á tí­ma- og orkusparnað. Jeg hefi með þessarri tilraun minni komist að því­ að greinir er, að því­ er virðist, með öllu óþarfur.
Hvernig má það vera, kunna nú lesendur að spyrja sig. því svara jeg með eftirfarandi dæmum: (við matarborð) rjettu mjer kaffi, í­ stað rjettu mjer kaff. (Við gegningar) kindur verða að fá töðu, í­ stað, kindurnar verða að fá töðuna. (Úti á engjum) rifjaðu nú skára, í­ stað rifjaðu nú skárana. Þannig má lengi áfram telja.
Einnig verða orðin mun þjálli í­ munni, má þar nefna "Vaðlaheiðarvegavinnumannaverkfæraskúrsdyralykill"varla þarf að taka það fram hversu miklu þjálla þetta orð verður í munni ef ekki er verið að lengja það með greini!

Sjer nú hver maður að komast má af með töluvert minna talmál en viðgengist hefir, og ætti þjóðarbúi að sparast umtalsverð orka með þessu móti, og þar með verðmæti.

Læt ég hér staðar numið að sinni,
góðar stundir.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com