mánudagur, desember 15

Já sæl

Skelfilegir hlutir hafa gerst! Horfið hafa með öllu heilu sjátátin, þar hafa tapast þjóðargersemar! Þjóðargersemar!
Ósköp virðast þeir eiga erfitt með að halda þessu bloggi gangandi, blessaðir mennirnir í útlöndum.

Lék minn svanasöng með Chernobyl á laugardag, sagði stöðu minni lausri og varð hissa þegar viðbrögðin urðu bara "ókei".
Ég hafði búist við harmakveini og "gerðu það, ekki hætta!", en það varð nú eitthvað annað. Reyndar byrjuðum við seint að spila þannig að undirritaður var orðinn vel hífaður og réði varla við hörpuna. Og svo endaði djammið með ósköpum og ég á heljar bömmer útaf ákveðnum atburði sem ég ætla að hlífa ykkur við, kæru aðdáendur. En allavega gleyma sumir sumu og fara að leita að því og gleyma þá öðru. Skilji hver sem vill;o)

EN, loksins náðist í Saddam og ég er með kenningu.
Sjáiði nú til. Á laugardaginn lá hann í makindum ofaní holunni sinni og tsjillaði og rifjaði með hamingjubrosi á vör upp sérstaklega vel heppnaðar pyntingar sem hann hafði framkvæmt á valdatíð sinni. Notalegur hrollur fór um hann, og til að fullkomna mómentið pissaði hann í buxurnar, mmm... notalegt að finna hlýtt þvagið renna (hann var náttúrulega ekki með salerni). Skyndilega var þessi yndislega stund að engu gjörð þegar sendiboði kom að talrörinu og sagði andstuttur: "herra, ég færi yður skelfileg tíðindi!" "Hvaaaða heelvítis" hugsaði Saddam, "muna að láta setja þennan í bréfatætarann, með lappirnar á undan." Upphátt sagði hann"hvað!" og sendiboðinn sagði: "Keikó synti upp á land og drapst!"
Það var sem ísköld krumla læsti sig um hjarta einræðisherrans og hann fann lítið tár renna niður kinn. Veröld hans hrundi í einu vetfangi. Hann hugsaði "nneeeiiiii.... ekki Keikó!" Næst færðist doði yfir hann og þegar hann fór að geta komið einhverju lagi á hugann, hugsaði hann: "þetta er búið, þetta er allt til einskis, best að gefa sig bara fram."
Þessu næst bað hann ættingja um að segja til sín, gegn því að fá tíu prósent af fundarlaununum.

Þetta er bara svona ágiskun.

Blessjú.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com