Palli pamfíll (lukkunnar)
Já, enn einu sinni hefur Pallakútur heldur betur dottið í lukkupottinn.
Nú er hann gestur númer 500 og er vinningshafinn með stóru vaffi! Eða litlu.
Já, að þessu sinni er vinningurinn sá stærsti hingað til, en það er hvorki meira né minna en fullvaxin steypireyður!
Steypireyður þessi er 22 ára gömul kýr, 33 metrar að lengd og 190 tonn að þyngd, kölluð Snúlla, æðislegt krútt.
Snúlla gengur (eða syndir) með kálf, er komin 11 mánuði á leið, svo Palli er ekki bara að eignast eitt stykki hval, heldur tvö!
Snúlla nærist á krabbasvifdýrum, en þar sem nú er vetur étur hún mjög lítið, reyndar veit ég ekki hvað kallast "lítið", því undir venjulegum kringumstæðum étur hún fjögur tonn á dag.
En allavega, til hamingju Palli minn, þú getur sótt Snúllu hvenær sem þú vilt, hún er einhversstaðar í sjónum kringum Ísland, farðu bara út á báti og kallaðu "Snúllaa, Snúúúllaaa!" þá kemur hún.
Enn og aftur til hamingju!!!!!!
Bless bless!
Hver er meiri kallinn?
Nú...... Mundi!
fimmtudagur, desember 11
FreeLogs.com
<< Home