Númer 1000!!!
Góðir Íslendingar og nærsveitarmenn!
Í dag eru ákveðin tímamót í mínu lífi. Ég sit klökkur við tölvu og rita þakkir til ykkar allra sem hafið heimsótt mig á þessa síðu og þeytt teljara upp í og yfir eitt þúsund.
Nú bíður númer eitt þúsund spenntur eftir verðlaunum og eru þau eftirfarandi:
Ég hefi ákveðið að númer eitt þúsund fari í pott, frekar stóran í þessu tilfelli, og malli þar við vægan hita, og gefizt þannig tækifæri til þess að verða númer tvö þúsund!
Og nú er bara að vera dugleg að kíkja á síðu!
Einnig hefi ég ákveðið að birta í þessari viku smásögu, byggða á sönnum atburðum, er nefnizt "Herrarnir í löndunum." Ritaði ég sögu þá eftir frásögn vinar sem ég hefi unnið talsvert með.
Og aftur: nú er bara að vera dugleg að kíkja á síðu!
YZ segirókeibæ.
<< Home