miðvikudagur, febrúar 18

Blogg vikunnar

Viti menn, bara komin vika frá síðasta innleggi.
Nú er ég að reyna að muna eitthvað úr æsku minni, það bara vill ekkert koma.

Ég hef ekki enn sent svar til prinsessunnar í Nígeríu, ætla að bíða og sjá hvort ég fái meira.
Þessi bréf eru frá glæpamönnum í Nígeríu sem lofa fólki svo og svo mörgum prósentum af 165.354.863.244.321.654.563.258.449 dollurum, eða svo, ef menn vilja vera svo elskulegir að aðstoða þá við að losa um þessa peninga. Í mínu tilfelli er það semsagt "prinsessa" sem hefur erft milljón skrilljónir, en vantar hjálp við að nálgast péninginn. Í því skyni þarf fólk ekki annað að gera en að senda "smá" upphæð til þeirra, og svo er gengið á lagið og beðið um meira og meira.

Galdurinn er að draga þessa gæja á asnaeyrunum, þykjast ætla að senda þeim pening og láta þá snúast og snattast þarna úti í Afríku, snúa semsagt taflinu við. Ég hef heyrt um menn sem náðu að láta þrjótana kaupa flugfar og bóka rándýr hótelherbergi fyrir þá, helvíti dýrt, mátulegt á glæpamennina.

Þessir gæjar ná að gabba ótrúlegar upphæðir útúr auðtrúa fólki á hverju ári út um heiminn.
En það er til síða, www.419eater.com, þar sem sýndar eru aðferðir til þess að snúa á glæponana. Og það skal tekið fram að þetta ERU ósvífnir glæpamenn, þannig að samskiptin við þá verða að fara fram með ýtrustu varkárni, þó þeir séu langt í burtu er aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á!

En, mikið var þetta nú leiðinlegt blogg hjá mér í þetta sinnið, ég biðst bara velvirðingar á því.

Respect!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com