mánudagur, mars 15

Glæsilegur sigur!

Þeir sem leið hafa átt um bloggið hans Silla vita að ekkert verður úr söngkeppni, a.m.k. verður engin samkeppni, það sýndi sig á æfingu á laugardaginn. Lagið okkar steinlá á hálftíma og verður ekkert æft frekar, næsti flutningur verður bara á generalprufunni og svo "keppnin" sjálf. Einnig munum við hirða verðlaun fyrir bestu búningana og bestu sviðsframkomuna, já og bestu hárgreiðsluna, svo eitthvað sé nefnt. Eiginlega þyrftu allar sjónvarpsstöðvarnar að vera á staðnum, og Ómega líka svo þetta fari nú ekki framhjá neinum.

En ég er með skemmtilega frásögn af broslegu atviki sem kona vinar míns lenti í um helgina.
Þannig er að kona þessi er söngkona í kvennasöngsveit sem kallast Prímadonnur. Voru þær að skemmta á samkomu hjá Lionsklúbbi í Hafnarfirði um helgina. Svifu þær syngjandi um salinn, glæsilegar konur í glæsilegum kjólum og tylltu sér á borðshorn og stöku læri.

Nú er það svo að síðustu fimmtán árin á undan höfðu verið fengnar strípikonur til þess að sýna listir sínar á þessum samkomum, og voru menn því ekki alveg vissir um hvernig þeir ættu að taka þessum glæsimeyjum. A.m.k. ekki einum herranna sem þessi vinkona mín tyllti sér á lærið á, því ekki var hún fyrr sest en herrann fór að leita að rennilásnum á baki hennar. Stóð hún því upp og stikaði burt áður en hann finndi rennilásinn á hliðinni!

Kallasvín!!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com