þriðjudagur, mars 30

Keppnin já

Þvílík og önnur eins ótrúleg snilld, maður minn!
Ég hef held ég bara ekki skemmt mér svona vel lengi lengi. Undirbúningur, þrotlausar æfingar (not), tilhlökkun, spenningur, undirbúningur, gleði, ánægja og loks sjálf keppnin! Enn meiri gleði, ánægja og allsherjar grín.
Gógópíurnar, þær Gígí og Gógó komu, sáu og sigruðu, alveg magnað hvað þær að mössuðu þetta, og það án þess að æfa nokkurntímann, glæææsilegt! Ég gleymdi alveg að þakka þeim fyrir eftir keppnina og geri það því hér með, takkítakkítakk! Og reyndar á ég eftir að sjá atriðið þeirra almennilega, sé það á vídeó ef það þá kemur einhverntímann fyrir almenningssjónir.

Heh, reyndar var ég svo mikið í öðrum heimi á meðan ég var á sviðinu að ég var búinn að gleyma gógói, og þegar ég byrjaði að syngja (í viðlaginu) þá upphófust mikil fagnaðarlæti. Ég hugsaði "vááááá, er ég svona æðislegur mar!" en svo fattaði ég að þá komu gellurnar inná sviðið, ég bara sá ekkert útundan mér útaf silfurkollunni.

Og næsti viðburður er skammt undan, þ.e. trúbadorakvöld á Þinghúsinu um páskana. Ég er að spá í að vera með ef ég má, og svo var mér búið að detta í hug að Zetorar hefðu kannski gaman af því að leika lítið eitt fyrir, jah, dansi kannske, eða allavega einhverju? En bumbuzetor verður fjarri góðu gamni þetta kvöld, við hljóðblöndun á Króknum, þannig að ekkert verður úr Zeti þann daginn. Dem it ol tú hell. Þetta átti nefnilega að vera næsta skref á undan Zetors og sinfó í Laugardalshöllinni, en það frestast þá eitthvað um sinn. Kannski maður hefji bara sólóferil?

Jæja, í næsta bloggi verður væntanlega haldið áfram með mannasiðina, sjáumst þá!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com