mánudagur, mars 22

Meiri mannasiðir

Áfram heldur mannasiðahornið göngu sinni og í þetta sinn verður tekið á hegðun í samkvæmi og bjórdrykkju kvenna.

47. Mega menn sýna listir sínar í samkvæmum?

Já, en þó því að eins, að þeir séu beðnir um það og hafi hæfileika til þess. Það er ókurteisi og framhleypni að gera slíkt óbeðið og jafnókurteist er að kynoka sér og láta dekstra sig til þess, sem maður þó ætlar að gera. Sá, sem leikur vel á hljóðfæri, syngur vel, eða kann einhverja aðra list, sem menn hafa unun af, gefi sýnishorn hennar, ef um er beðið, án mikilla afsakana og með sem minnstum formála og endurtaki það, eða breyti til, ef allir óska þess. En menn mega ómögulega vera eins og spiladós, sem miskunnarlaust hespar af sér öll lögin sín, þegar hún hefir verið dregin upp.

84. Má kona drekka bjór á opinberum stað?

Hér á landi er bjórdrykkja, sem önnur áfengissala, með lögum af numin og fyr á dögum þótti bjórdrykkja í ýmsum löndum konum algjörlega ósamboðin á opinberum stöðum. Nú eru aðrir tímar og eru konur nú víða algjörlega leystar úr kaffi- og gosdrykkja ánauðinni, enda óeðlilegt að meina þeim svo saklausa nautn sem öldrykkju. Þó mun ýmsum enn þykja stórar ölkollur þeim ofviða og skemtilegra að sjá þær nota minni glös. Hægurinn hjá, að fylla þau oftar.

Já, eflaust anda margar konur nú léttar að vera loksins frjálst að neyta bjórs á bar.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com