fimmtudagur, maí 13

Binghús-Þar

Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að í fyrirsögninni hér að ofan er átt við hinn ágæta stað Þinghús-Bar. Í síðasta bloggi hvatti ég fólk til þess að koma þangað og fá sér en kop keeeeeeefffffffee, eins og hún Katrín vill meina að frændur vorir, Danir, segi það. Þar hefur hún alveg rétt fyrir sér.

Reyndar var ég búinn að gleyma því að sumaropnunartími Binghúss-Þars hefst ekki fyrr en laugardaginn 15. maí, og verður þá opið til miðnættis! Eða, reyndar til þrjú, átta á sunnudag og SVO hefst sumaropnun!

Bræður og systur, lepjum ekki dauðann úr skel, fylkjum liði, förum á Þinghús-Bar og fáum okkur svartbaunaseyði úr emjandi svartbaunaseyðiskvarnarmaskínunni!

Heil R2D2!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com