Drasl
Tölvur og allt þeim tengt eru drasl, það hef ég margoft sagt og stend við það fram í andlátið, og lengur ef þarf. Eins og þið hafið tekið eftir eru linkarnir horfnir og koma ekki aftur. Þó er ég búinn að reyna að koppía Sigrúnar linka og allt sem þeim fylgja, og seiva þá yfir á mitt template, en án árangurs. Auk þess notum við Opera vafrara og hann er einstaklega óvænn, að minnsta kosti fyrir venjulega notendur eins og mig.
Ergó: Tölvur eru drasl.
Að öðru.
Nú erum við komin á Hvammstanga og er það vel. En okkur vantar húsnæði, þar sem það sem við hugðum að við fengjum var hrifsað útúr höndunum á okkur, með ótrúlega ósvífnum hætti, yndislegt að vera þannig boðin velkomin á staðinn.
En semsagt, okkur vantar íbúð á leigu, helst í Breiðholtinu, eins og einhver kallaði þessar þrjár götur hér uppfrá. Íbúð sú skal vera hin æðislegasta í alla staði, björt og rúmgóð, með tvö svefnherbergi að minnsta kosti, helst þrjú, okkur langar að geta tekið á móti og hýst fullt af gestum! Og þá er ég ekki að tala um partístand, heldur vini og ættingja að sunnan.
Semsagt, nú ætla ég að virkja ykkur, kæru lesendur, í leitinni að húsnæði, blíng blang!
Eða eins og George sagði: öpptiddillíöpp, dántiddillídán, vúpps, púbb, tviddillídí!
Með von um góðar viðtökur,
Meiri kallinn.
<< Home