þriðjudagur, janúar 4

Bítlarnir

Nú er ég síðan á sunnudagskvöld búinn að plægja mig í gegnum sjö þætti af átta í glæsilegri þáttaröð um Bítlana, á DVD. Voða gaman. Og eftir er síðan heill special features diskur. Mjer hlakkar gegt til að horfa á hann. Bítlarnir, meiru kallarnir. Ég var að spá í að vera eins og þeir, en ég held bara að ég nenni því ekki. Langbest að vera bara Zetor.

Held að það sé tímabært fyrir Zetora að gera svona heimildarmyndarpakka, helst lengri, tíu þætti kannski? Fleiri? Og svo náttúrlega spezíal fítjörs disk. Tvo diska. Af nógu er að taka í slíka myndagerð, svo er einhversstaðar til hljóðupptaka, að vísu ekki beint með Zetorum, en svona næstum því. Svo er auðvitað hægt að hafa með allt það sem við Zetorar höfum gert hver í sínu lagi. Aðdragandinn, spannar næstum fjörutíu ár. Já, hafa níu diska um aðdragandann, ég í lúðrasveit Selfoss og svona. Svo byggist alltaf upp meiri og meiri spenna, þangað til kemur að lokaþættinum. Svo lekur hann svona bara út í ekki neitt.

Já, þetta verðum við að gera! Best að hafa ball á Þinghúsinu og filma það til að nota í þáttaröðina! hvernig líst ykkur á það?

Free Web Site Counter
FreeLogs.com