þriðjudagur, september 12

Meira af syni mínum

Áðan spurði Daníel hvort hann mætti hvísla svolitlu að mér. Taldi ég það auðsótt mál og hallaði mér niður í hans höfuðhæð og hann sagði stundarhátt í áttina að eyranu á mér (þannig hvíslar hann):
-Ég faldi hnetupokann hennar mömmu (mamman var að gæða sér á salthnetum)
-Hvar faldirðu þær?
-Undir rúminu ykkar.
-Já, og afhverju faldirðu þær?
-Mamma bað mig um það (væntanlega búin að éta sér til óbóta af salthnetum)
-Jæja, gott hjá þér, sagði ég þá.
-Þú mátt ekki segja mömmu.
-Nei, auðvitað ekki.

Svo kom þessi undarlega fullyrðing:
-Nú veist þú ekki hvar þær eru!
-Jú, ég veit það alveg, svaraði ég.
Smá þögn, svo spyr hann:
-Hvernig veistu það?
-Nú, þú varst að segja mér það!
Önnur smá þögn.

-Af hverju gerði ég það?

Free Web Site Counter
FreeLogs.com