sunnudagur, september 3

Virðulegur dómarinn

Komiði sæl.

Jæja, þá er maður búinn að prófa allt.
Nú er ég búinn að prófa að vera dómari á hestakeppni.
Við Hannes vorum fengnir til þess að dæma á firmakeppni Þyts í gær, asso laugardaginn 2. sept.
Það var bara ferlega gaman, að standa í hífandi roki í kuldagalla úti á miðjum kappreiðavelli, grútþunnur, og reyna að sjá út hvaða hross og hvaða knapi eru flottust.
Ég vil taka það fram strax að hvorugur okkar hefur hundsvit á hestum, það er líka pælingin, að fá þannig fólk til að dæma á firmakeppni, enda til gamans gert, aðal fjáröflunarleið félagsins.

Við stóðum semsagt þarna, út á miðjum velli, svo hvasst að það var varla stætt í skjóli, og reyndum að sjá hvað var flottast. Við gáfumst strax upp á því og ákváðum að hafa það bara reglu að setja skjótt hross í fyrsta sæti, og ef ekkert skjótt hross var að keppa, þá bara það hross sem skar sig úr hvað lit varðaði.

Í annað og þriðja fóru svo þau hross sem að einhverju öðru leyti skáru sig úr, ég man til dæmis eftir einu sem fór hraðar en hin, það fór í verðlaunasæti.
Þegar keppni var lokið gekk ég skjálfandi inn í hús og bjó mig undir að taka á móti óbótaskömmum frá vonsviknum keppnishestaeigendum og knöpum. Annað var uppi á teningnum. Allir voða kátir, Dalla alveg sérstaklega, við höfðum nefnilega sett einhverja bykkju frá henni fyrir ofan einhverja aðra, skárri bykkju.
Í ofanálag fékk ég meira að segja ókeypis kaffi!!!
Og atvinnutilboð.
Héraðsdýralæknirinn okkar, hún Ingunn Reynis, er að leita að aðstoðarmanneskju við heilbrigðisskoðun í sauðfjárslátrun. Hún spurði hvort ég væri til í að taka það að mér, það væri ferlega fyndið, skagfirðingarnir nýbúnir að losa sig við mig úr húsinu, híhí!
En mér líður ágætlega í atvinnuleysinu, þannig að ég afþakkaði pent.

Búiðíbilitakk....

Free Web Site Counter
FreeLogs.com