föstudagur, september 12

Tvö ár

Jæja, komiði öll sæl og blessuð.

Sjálfsagt ekki margir sem kíkja á blogsíðuna mína í dag, en tilefni þessarar færslu er tveggja ára bloggþögn mín.

Síðast bloggaði ég þann 12.sept. 2006, svo leið og beið og allt í einu áttaði ég mig á því að ár var að verða liðið, þá ákvað ég að blogga á árs afmælinu, en mundi ekki eftir því fyrr en daginn eftir, þann þrettánda. Þá var ekki um annað að ræða en að bíða í ár til viðbótar, mínir nánustu hafa síðan fylgst með mér og í gær fékk ég póst frá mömmu, þar sem ég var minntur á stóra daginn.

En, semsagt, dömur mínar og herrar, hér er það, tveggja ára afmælisblogg, og það reynist bara vera sjálfhverft og hundleiðinlegt, fuss og svei.....

Verð að gera betur, á morgun fer ég í göngur (sem er reyndar ofrausn að kalla því nafni, ég fer bara áleiðis upp í Vatnsnesfjall í fyrirstöðu) og mun því ekki blogga á morgun.
Auk þess er ég líka að bíða eftir því að andinn komi yfir mig, þangað til vísa ég bara í gamlar færslur, fariði nú bara að grafa, byrjið í nóv.2003 og vinnið ykkur áfram, margt mjög fyndið þar á ferð, þó ég segi sjálfur frá.
Já, nú fékk ég hugmynd: skoðiði gömlu bloggin mín og segið svo frá í kommentum hvað ykkur finnst uppáhalds og fyndnast, gerið bara koppípeist, svo ekki fari á milli mála.

Vá, sjálfhverfnin alveg að fara með mig núna.....

Geriði þetta samt....
Svo fyrirskipar Yfirzetor.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com