Ár
Jahérna, bara komið annað ár!
Fór í stóðréttir, það var fínt, lentum í blindbyl í fjallinu, Stormur ferlega klikkaður allan tímann, það mátti aldrei stoppa, þá fór hann að hoppa..... og skoppa....
Á heimleiðinni skipti ég um hest, var að drepast í handleggjunum af því að toga í tauminn, Stormur vildi bara æða áfram og vera fyrstur. Ég var með núningssár á fingri eftir tauminn.
Ekkert partí um kvöldið hjá mér, fór heim og eyddi kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar, sem var stödd fyrir norðan.
Otakk, sjáumst að ári!
<< Home