laugardagur, júlí 16

Not dead

Nei gott fólk, ég er ekki dauður, bara afskaplega latur bloggari. Eins og margir fleiri.
Sem ég sit hér og skrifa, er ég búinn að vera í sumarfríi í viku. Er það afskaplega notaleg tilfinning. Hefi ég þó haft í ýmsu að snúast, svo sem eins og að leysa leikskólann af, þvo þvotta og, síðast en ekki síst: hlaða loksins helv.. sturtuvegginn!
Hvaða sturtuvegg? munu nú ýmsir spyrja. Of langt mál er að rekja það hér, það gerði ég í framhaldsbloggi um jólaleytið, Endilega kíkið á það í archives.
Allavega er það verk búið að bíða núna í hálft ár eftir því að vera unnið, og mikið assgoti er þetta nú gaman, að vinna svonalagað, a.m.k. fyrir vesælan kjötiðnaðarmann sem ekki hefur komið nálægt nýsmíðum af neinu tagi síðan hið stórskemmtilega sumar árið 1992. Það væri nú alveg ástæða til að rekja það í nýju framhaldsbloggi? Þar þyrfti nú vinur minn einn, bóndi fyrir sunnan, að koma til aðstoðar, samanlagt gætum við munað flestallt frá því sumri.

Raunasagan um þennan sturtuvegg heldur nú reyndar áfram, ég er stopp í bili, vantar meira sement til að klára verkið, bað Hrólf að panta frá BYKO. Það komst ekki á bílinn í gær, föstudag, þannig að ég get ekki haldið áfram fyrr en á þriðjudag. Það sökkar.

Svo er hellingur framundan í spileríi og, ef veður leyfir, flug um næstu helgi (Unglistarhelgina). Semsagt, spila á Mellovum Musicae á fimmtudag, sækja flugvél á laugardagsmorgun, fljúga nokkur útsýnisflug, fara og spila í brúðkaupi milli fimm og sex, fljúga meira, spila svo á giftingarballi um kvöldið, fljúga meira daginn eftir og fara svo suður með vélina. Einhvern tíma þarf líka að finna stund til að æfa fyrir ballið með Palla og Hjassa Jússu.

Ritstífla.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com