sunnudagur, desember 28

Sunnudagur (stendur reyndar hér fyrir ofan)

Komiði sæl!
Jú, enn er maður á lífi, það má reyndar sjá á zetorsíðunni. Maður er bara eins og aðrir, sísaddur og sinnulaus þessa dagana, nema náttúrulega þegar maður er á hljónstarængu á Gunnu.
Annars er lífið ákaflega ísí þessa dagana, fínt að hafa heilan afa undir sama þaki, bara klæða drenginn sinn þegar hann vaknar, ýta honum út um herbergisdyrnar og hókus pókus, sprettur ekki afi fram og tekur við uppeldinu, við sofnum aftur. Zzzzzzz.
Þess utan gerist ekki neitt, ekki fyrr en á þriðjudagskvöld, en þá verður blásið til veislu hjá Brillanum, jömmí jömmí. Sitja í splunkunýjum stól frá húsgagnalagernum, við splunkunýtt borð frá húsgagnalagernum og gadda í sig hverja stórsteikina á fætur annarri, jömmí jömmí! Kartöflur, sósa og sultutau kannske, jömmí jömmí! Bjór? Rauðvín? Jömmí? Mmmmmmmm.....

Ókeibæ.

miðvikudagur, desember 24

Jól

Afsakið mig, fyrirgefið, ég hefi nú um nokkurt skeið vanrækt ykkur, kæru aðdáendur!
Hefi ég haft í ýmsu að snúast við undirbúning jóla og hefir orka mín og ritmál aðallega beinst að hinni síðunni.
Vil ég hafa mál mitt stutt að þessu sinni og óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Ykkar einlægur,

Ég

sunnudagur, desember 21

Til hamingju!

Já, ég vil óska sjálfum mér til hamingju með glænýja og glæsilega titillínu hér fyrir ofan!

Nú eru fimm dagar til balls með Zetorum á Gunnukaffi. Geðveikt kúl. Þokkalega. Þetta fíla ég sko alveg í botn!
Hér má glögglega sjá hversu gríðarlega gott vald ég hef á tungutaki æskunnar. Þessvegna er ég svo vinsæll hjá unglingum sem raun ber vitni!

Bæjó.
YZ

laugardagur, desember 20

Hóhó!

Svonasvona geyin mín.

Ég er enn á lífi, bara orðinn latur að bloggah!

Þykist ekki hafa um neitt að skrifah!

Þetta er bara svonah!

Ekkert hægt að gera við þessuh!

Ég er reyndar búinn að liggja á helstu gullmolunum mínum. Þeir koma kannski eftir jól?

Annars vil ég bara minna á zetorball!

Á annan dag jólah!

Á ekki að komah?

Bið að heilsah!

miðvikudagur, desember 17

Endurminningar, fleiri endurminningar!


Kæru aðdáendur!

Vinnu minnar vegna þarf ég öðru hverju að fara í kaffi og mat. Við kaffi og matarborðið eru íþróttir vinsælt umræðuefni, sem ég tek þó öngvan þátt í. Er þar oftar en ekki til umfjöllunar ungt íþróttafólk, bæði í héraði og utan. Til dæmis var í dag verið að fjalla um ungan pilt sem þykir afar gott efni í knattspyrnumann, að vísu er piltur þessi næsta áhugalaus um íþrótt sína og þykir mönnum það miður.

Við þessar umræður rifjaðist upp fyrir mér ferill minn við handknattleiksiðkun, sótti ég nokkrar æfingar er ég var ellefu eða tólf vetra gamall. Þegar ég segi nokkrar æfingar, á ég við fjórar til fimm. Hvers vegna urðu þær ekki fleiri? kann fólk að spyrja. Jú, þannig var að á fjórðu eða fimmtu æfingu vórum við látnir standa við línuna, (asso bogadregnu línuna fyrir framan mark) og snúa fram á gólf. Þessu næst var kastað til manns knetti og síðan skyldi maður láta sig falla inn í svokallaðan teig og henda knettinum í mark.

Ég hef alla tíð verið með eindæmum hlýðinn (um það getur elskulegt ástardjásnið mitt vitnað) og gerði ég því eins og fyrir mig var lagt. Kastað var til mín knetti, ég greip hann með báðum höndum, lét fallast inn í teig og sneri mér í fallinu í hálfhring. Í miðju falli varpaði ég knettinum af öllum kröftum og hitti meira að segja markið! Sem ég lá á gólfinu eftir fall og varp, benti þjálfarinn á mig og hrópaði áköfum og skipandi rómi til hinna drengjanna: "þið eigið að gera eins og hann!!"

Þar sem ég lá inni í teig, upp með mér en jafnframt rauður í framan eins og tómatur af allri athyglinni, hugsaði ég með mér: "þetta hlýtur að vera hátindur ferils mín sem handknattleiksmanns!" Að sjálfsögðu gerði ég það skynsamasta í stöðunni; hætti á toppnum.
Var það ekki eina vitið, kæru lesendur?

Yfir handknattleikszetor kveður að sinni.

mánudagur, desember 15

Já sæl

Skelfilegir hlutir hafa gerst! Horfið hafa með öllu heilu sjátátin, þar hafa tapast þjóðargersemar! Þjóðargersemar!
Ósköp virðast þeir eiga erfitt með að halda þessu bloggi gangandi, blessaðir mennirnir í útlöndum.

Lék minn svanasöng með Chernobyl á laugardag, sagði stöðu minni lausri og varð hissa þegar viðbrögðin urðu bara "ókei".
Ég hafði búist við harmakveini og "gerðu það, ekki hætta!", en það varð nú eitthvað annað. Reyndar byrjuðum við seint að spila þannig að undirritaður var orðinn vel hífaður og réði varla við hörpuna. Og svo endaði djammið með ósköpum og ég á heljar bömmer útaf ákveðnum atburði sem ég ætla að hlífa ykkur við, kæru aðdáendur. En allavega gleyma sumir sumu og fara að leita að því og gleyma þá öðru. Skilji hver sem vill;o)

EN, loksins náðist í Saddam og ég er með kenningu.
Sjáiði nú til. Á laugardaginn lá hann í makindum ofaní holunni sinni og tsjillaði og rifjaði með hamingjubrosi á vör upp sérstaklega vel heppnaðar pyntingar sem hann hafði framkvæmt á valdatíð sinni. Notalegur hrollur fór um hann, og til að fullkomna mómentið pissaði hann í buxurnar, mmm... notalegt að finna hlýtt þvagið renna (hann var náttúrulega ekki með salerni). Skyndilega var þessi yndislega stund að engu gjörð þegar sendiboði kom að talrörinu og sagði andstuttur: "herra, ég færi yður skelfileg tíðindi!" "Hvaaaða heelvítis" hugsaði Saddam, "muna að láta setja þennan í bréfatætarann, með lappirnar á undan." Upphátt sagði hann"hvað!" og sendiboðinn sagði: "Keikó synti upp á land og drapst!"
Það var sem ísköld krumla læsti sig um hjarta einræðisherrans og hann fann lítið tár renna niður kinn. Veröld hans hrundi í einu vetfangi. Hann hugsaði "nneeeiiiii.... ekki Keikó!" Næst færðist doði yfir hann og þegar hann fór að geta komið einhverju lagi á hugann, hugsaði hann: "þetta er búið, þetta er allt til einskis, best að gefa sig bara fram."
Þessu næst bað hann ættingja um að segja til sín, gegn því að fá tíu prósent af fundarlaununum.

Þetta er bara svona ágiskun.

Blessjú.

fimmtudagur, desember 11

Palli pamfíll (lukkunnar)

Já, enn einu sinni hefur Pallakútur heldur betur dottið í lukkupottinn.
Nú er hann gestur númer 500 og er vinningshafinn með stóru vaffi! Eða litlu.

Já, að þessu sinni er vinningurinn sá stærsti hingað til, en það er hvorki meira né minna en fullvaxin steypireyður!
Steypireyður þessi er 22 ára gömul kýr, 33 metrar að lengd og 190 tonn að þyngd, kölluð Snúlla, æðislegt krútt.
Snúlla gengur (eða syndir) með kálf, er komin 11 mánuði á leið, svo Palli er ekki bara að eignast eitt stykki hval, heldur tvö!
Snúlla nærist á krabbasvifdýrum, en þar sem nú er vetur étur hún mjög lítið, reyndar veit ég ekki hvað kallast "lítið", því undir venjulegum kringumstæðum étur hún fjögur tonn á dag.
En allavega, til hamingju Palli minn, þú getur sótt Snúllu hvenær sem þú vilt, hún er einhversstaðar í sjónum kringum Ísland, farðu bara út á báti og kallaðu "Snúllaa, Snúúúllaaa!" þá kemur hún.

Enn og aftur til hamingju!!!!!!

Bless bless!

miðvikudagur, desember 10

Dear Angela!

You are making me a bit nervous. I haven´t heard from you for days! Are you doing this on purpose or...? Did I in someway offend you in my last letter? Hope it wasn´t the rotten skate, or maybe it was the hnoðmör? Perhaps it was the news on Stefán frá Möðrudal, if so, stop thinking about it, start living! We will just have to keep in our memory all the wonderful things he did and left behind. Or, to put it his way, when he was playing the harmónikka in Ásbyrgi, as he moved into the middle of the dancefloor he said: Dansiði nú!

Overzetor

mánudagur, desember 8

Váááá!

Á meðan ég leit undan hentist teljarinn upp fyrir fjögur hundruð.
Verða því engin verðlaun í þeim flokki.
Ekki hætta samt að koma í heimsókn, því næst verða veitt verðlaun fyrir gest nr. 500 og, síðan 600, þá 800 og þannig koll af kolli.

Ókei, takk fyrir frábærar viðtökur, ég er orðinn klökkur!

Sjáumst.

föstudagur, desember 5

Angela!!

Thank you for your interest in me and my blogg. Now, who are you and what language are you speaking?
Well, enough about you, let´s talk about me.
Now, first of all I want to remind you about the ball with ðe Zetors at Gunnukaffi, second in christmas! I hope you´ll show up there. ðe Zetors are really famous in Vestur-Húnavatnssýsla only, so you probably won´t see us in any charts, just yet! Also there will be a huge surprise at the ball, what it is, I´ll never tell! You will be very surprised! But three days before that, at Þorláksmessa (the mess of Þorlákur) I will also be at Gunnukaffi, but this time to eat traditional food of Þorláksmessa: rotten skate with melted fat and potatoes! Perhaps you will also be there to join me and the people of Hvammstangi, what is more christmassy than a whole village eating rotten skate with hnoðmör and boiled potatoes?
Well, my dear Angela, this is all for now, hope to hear from you soon!

Yours truly,
Mundi.

P.S. Stefán frá Möðrudal is no longer among us, I´m afraid.

fimmtudagur, desember 4

Hei!

Númer þrjúhundruð!
Éso hissa. Rosaleg traffík er þetta mar!

En, vinningurinn að þessu sinni er, daddara, mjaðmabein úr kú, með áföstu rófubeini, þeinkjú verí möts.

Ætti enginn að vera svikinn af þessum glæsilega vinningi! Beinið er tiltölulega nýtt og eru meira að segja lítilsháttar kjöttægjur utanáliggjandi, þannig að þar er nú aldeilis komin jólasteik!
Palli, þú ert heldur betur heppinn og óskum við hér í teljaraverðlaunaveitinganefnd þér hjartanlega til hamingju. Vinningurinn verður afhentur á Asturvelli, við sama tækifæri og kveikt verður á Oslóartrénu. Ef það er ekki þegar búið, ég fylgist ekkert með fréttum.

En að öðru, hver ætlar um leið og ég í skotuorgíu á Gunnukafi á þoddlák?
Hvað er yndislegra en að moka uppí sig vel kæstri skötu og skola henni niður með einum ekki of köldum? Veit ekki.

Og í sambandi við jólaminningu, ég bara man enga krassandi, jólin voru bara tími friðar og matar og gjafa. Jú, ég fékk einu sinni heljarstóran leikfangabíl, reif hann úr pakkanum, reif hann í sundur og hugðist breyta honum hið snarasta í rafmagnsbíl. Það er skemmst frá því að segja að ég kom honum ekki saman aftur, þannig að í stað þess að vera stoltur eigandi heimatilbúinnar rafurmagnsbifreiðar, átti ég nú fjögur lítil dekk og hrúgu af harðplasti í fagurrauðum lit.

Og ég árétta þetta með skötuna!

Yfir-attan-og-framanzetor segir:

hm?

Jólasaga?

Kannski maður fari að ráðleggingum Bassazetors og skrifi eina jólaæskuminningu?
Hverjir vilja svoleiðis, rétti upp önd.

Yfir-undir-og-allt-um-kringzetor

miðvikudagur, desember 3

Pelga Sigurvegari!

Já gott fólk!
Ví hev a vinner!
Helga pelga er gestur nr 200 og hlýtur hún í verðlaun 23 ára gamalt Clairol fótanuddtæki, þarfnast viðgerðar. Verður nú heldur gaman fyrir Pallakút að koma því í stand.

Helga er vinsamlegast beðin að mæta í afhendingu tækisins kl. 8 í fyrramálið á Hvolsvöll, vinstra megin.

Yfir- og útzetor segir:

bæ.

mánudagur, desember 1

LEYSI

Já, þetta orð á vel við núna í bloggheimum.
Bloggheimar voru eitt sinn í miklum blóma, hvert sem litið var sást áhugasamur og iðinn bloggari við að skapa blogg. Lítil bloggbörn hoppuðu og skoppuðu um, rjóð í kinnum, bloggdýr stóðu á beit í grösugum haga, velmegun og velsæld ríkti í bloggheimum.

En þá gerðist eitthvað.
Hvað það var veit enginn með vissu, en allt í einu, einn góðan veðurdag var allt hljótt, enginn bloggari bloggaði, bloggbörnin voru á bak og burt, hvað var að?
Hvað varð um bloggfólkið?
Þetta veit enginn með vissu, en allavega er þetta staðan í dag.
Ef maður kveikir á tölvu og hyggst lesa nokkur vel valin blogg, grípur maður í tómt. Eins var með Anazasi indjánana í Ameríku, þeir hurfu bara einn góðan veðurdag og einginn veit hvurt.

Að síðustu langar mig að skrifa hér ljóð.

Stebbi stóð á ströndu
var að skrifa blogg
blogg var ekki skrifað
nema Stebbi skrifaði blogg

Ein skrifar Stebbi blogg
tví skrifar Stebbi blogg
þrí skrifar Stebbi blogg
fjór skrifar Stebbi blogg.....

og svo framvegis.

Yfir-gleraugnazetor kveður

Free Web Site Counter
FreeLogs.com