Og meira
Já, þetta er að verða ansi spennandi, ég er ekki farinn að fá nein viðbrögð frá hljómsveitinni, næ ekki sambandi við alla. Settist bara niður um helgina og setti saman dagskrá sem ég ætlaði þá bara að láta standa ef enginn sýndi lit. Náði svo sambandi áðan við Óla Teit og Gumma og báðir lofuðu að senda sem fyrst. Svo þarf að finna helgar sem henta öllum til æfinga.
Ég þarf að fá lánaðan skjávarpa til að nota á tónleikunum, endilega setjið ykkur í samband við mig ef þið hafið slíkt tæki undir höndum.
Enn vantar sviðsstjóra, mér var ráðlagt að tala við Hannes Ársæls og reyna að fá hann í það djobb. Mun eg það og gjöra.
Svo vantar allsherjar sviðs- og tæknimann, hver er það?