mánudagur, september 26

Og meira

Já, þetta er að verða ansi spennandi, ég er ekki farinn að fá nein viðbrögð frá hljómsveitinni, næ ekki sambandi við alla. Settist bara niður um helgina og setti saman dagskrá sem ég ætlaði þá bara að láta standa ef enginn sýndi lit. Náði svo sambandi áðan við Óla Teit og Gumma og báðir lofuðu að senda sem fyrst. Svo þarf að finna helgar sem henta öllum til æfinga.

Ég þarf að fá lánaðan skjávarpa til að nota á tónleikunum, endilega setjið ykkur í samband við mig ef þið hafið slíkt tæki undir höndum.
Enn vantar sviðsstjóra, mér var ráðlagt að tala við Hannes Ársæls og reyna að fá hann í það djobb. Mun eg það og gjöra.
Svo vantar allsherjar sviðs- og tæknimann, hver er það?

laugardagur, september 24

Pinkið

Velkomin að skjánum öllsömul.
Nú er orðið tímabært að fræða ykkur svolítið um Fyrirhugaða Pink Floyd tónleika í félagsheimilinu þann nítjánda nóvember.

Ég er búinn að setja saman hljómsveit fyrir þennan stórviðburð, en hún er eingöngu skipuð Pink Floyd pælurum. Hún er svona skipuð:

Trommur: Silli
Bassi: Gunnar Ægir
Hljómborð/söngur: Sonja Marinós
Gítar/söngur: Ég sjálfur
Gítar/söngur: Gummi á Ósi
Gítar/söngur?: Óli Teitur

Svo verða fleiri söngvarar líka soldið, segi ykkur frá þeim seinna.

Þessir tónleikar verða ólíkir öllu öðru sem sést hefur hér, þeir verða meira að segja unnir eftir handriti, það verður svaaaka ljósasjó, skrýtin hljóð, óvæntar uppákomur, myndasýning fyrir ofan hljómsveitina, kannski verða fulltrúar fjölmiðla á staðnum og allt.

Nú verður líka farið að blogga oftar eftir því sem nær dregur.

Spennan eykst!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com