sunnudagur, október 30

Allt í Pinki

Góðir hálsar!

Nú er að baki fyrsta æfingahelgin fyrir tónleikana stóru og kom bara assgoti vel út. Að vísu vantaði einn, hann Óla Teit, en hann kemur um næstu helgi.

Augnablik væni minn, segið þið sjálfsagt núna, hvernig fór með Sonju Marinós? Það er skemmst frá því að segja að hún getur því miður ekki verið með sökum anna og hljóp því Pallinn minn í skarðið, asso hljómborðsskarðið og mun ég vera honum til aðstoðar í erfiðustu sköflunum.

Jæja, áfram með smjörið piltar, eða "on with the butter, boys".
Þessar fyrstu æfingar tókust semsagt alveg ágætlega og lít ég brosandi fram á veginn. Svo eiga fleiri eftir að koma að, eins og t.d. kennararnir Eiríkur og Mási, sömuleiðis vantar hóp af vel syngjandi 7., 8., 9. og 10. bekkingum, kannski tíu stykki eða svo. Einnig vantar harmónikku- og klarínettuleikara og eru tveir í sigtinu.

Já og svo vantar mig straumbreyti, á einhver Sinclair Spectrum straumbreyti sem ég gæti fengið lánaðan? Eða bara einhvern 9 volta straumbreyti?

Eru ekki bara allir orðnir spenntir annars?

laugardagur, október 8

OJOJOJOJ

Núú eru hlutirnir að verða virkilega spennandi. Pink Floyd sjóið er að taka á sig endanlega mynd, á pappírnum að vísu. Ég er langt kominn með handritið og ef allt gengur upp þá verður þessi glæsisýning aðal umræðuefnið manna á meðal í marga... klukkutíma á eftir.

Strik í reikninginn gera að vísu hestamennirnir okkar, helgina á undan verður árshátíðin þeirra í Féló, ef svo væri ekki þá gætum við æft þar, hefðum þ.a.l. meiri tíma til að láta allt smella. Þá verða bara allir að vera vel undirbúnir.

Svo er aðal spennuatriðið, en það er taugastríðið mitt og Sonju hljómborðsleikara, hún svarar símanum bara í þriðja hvert skipti sem ég hringi og ég veit ekki ennþá hreinlega hvort hún verður með. Mjööööög bagaleg staða.

Jæja, vonum bara það besta, því eins og maðurinn sagði, allt hefur tilhneigingu til að fara einhvernveginn á endanum.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com