þriðjudagur, janúar 25

Greeenj!

Ég fékk öldungis frábæra hugmynd!
Hún er sú að við Sigrún æfum upp lítilsháttar prógramm og höldum svo söngskemmtun, á Þinghúsi til dæmis, gegn, tjah... fimmara? Asso, fimmhundruð króna aðgangseyri eða svo?
Ætli einhver myndi koma?

Ég bar þessa æðislegu hugmynd strax undir mína heittelskuðu, en hún svaraði samstundis "nei!"
Af hverju sagði hún nú það?
Jú, henni fyndist óþægilegt að taka peninga af fólki gegn söng, henni finnst hún ekki nógu merkileg! Kammon! Ég benti henni á það að nú sé hún bara orðin fræg og komin í þennan status, hvort sem henni líkaði það betur eða verr. Held hún sé að gefa sig.

Hverjir myndu koma?

fimmtudagur, janúar 13

Mnjá

Ég hef staðið sjálfan mig að því, æ ofan í æ, að segja "mnjá", í stað "já", þegar svo ber undir.
Þannig uppgötvaði ég þetta:
Síðastliðið sumar tók ég eftir því að sonur minn sagði aldrei já, heldur mnjá, og vildi ég reyna að bæta úr þessu, og leiðrétti hann í hvert sinn. Áfram hélt þetta nú samt, þannig að ég fór að velta því fyrir mér hvar hann yrði fyrir þessum áhrifum. Auðvitað kom svo að því að ég stóð sjálfan mig að því einn góðan dag að segja mnjá. Þetta var ekki skemmtileg uppgötvun. Skemmtilegra varð það ekki þegar syninum varð það á einn daginn að segja mnjá; þegar hann hafði gert það, sagði hann stundarhátt við sjálfan sig: "bara segja já, ekki mnjá!" Vesalings drengurinn hafði svo oft fengið ofanígjöf hjá mér að hann var farinn að skamma sig sjálfur! Æ, ekki leið mér vel, að hafa sjálfur komið drengnum upp á að tala svona, og síðan að skamma hann fyrir að tala vitlaust.

Enn þann dag í dag stend ég mig semsagt að því öðru hvoru að segja "mnjá" og skora ég á þá sem mig þekkja og umgangast að leggja við eyrun næst þegar þeir/þær hitta mig og hlusta eftir þessu, og máske leiðrétta mig?

Með fyrirfram þökk

föstudagur, janúar 7

Nýtt blogg

Ég hefi nú setzt við tölvu með blogg í hyggju. Ekki hef ég hugmynd um það hvað ég ætla að skrifa um. Hefi ég þó gert þetta áður, þ.e. setzt við tölvu án þess að vita hvað ég ætla að skrifa. Verður oft úr hið ágætasta blogg. Ég held bara að það ætli samt ekkert að koma núna.


Nei, ekkert enn.


Ræ ræ ræ....


Nei, gefst upp.
Bless.

þriðjudagur, janúar 4

Bítlarnir

Nú er ég síðan á sunnudagskvöld búinn að plægja mig í gegnum sjö þætti af átta í glæsilegri þáttaröð um Bítlana, á DVD. Voða gaman. Og eftir er síðan heill special features diskur. Mjer hlakkar gegt til að horfa á hann. Bítlarnir, meiru kallarnir. Ég var að spá í að vera eins og þeir, en ég held bara að ég nenni því ekki. Langbest að vera bara Zetor.

Held að það sé tímabært fyrir Zetora að gera svona heimildarmyndarpakka, helst lengri, tíu þætti kannski? Fleiri? Og svo náttúrlega spezíal fítjörs disk. Tvo diska. Af nógu er að taka í slíka myndagerð, svo er einhversstaðar til hljóðupptaka, að vísu ekki beint með Zetorum, en svona næstum því. Svo er auðvitað hægt að hafa með allt það sem við Zetorar höfum gert hver í sínu lagi. Aðdragandinn, spannar næstum fjörutíu ár. Já, hafa níu diska um aðdragandann, ég í lúðrasveit Selfoss og svona. Svo byggist alltaf upp meiri og meiri spenna, þangað til kemur að lokaþættinum. Svo lekur hann svona bara út í ekki neitt.

Já, þetta verðum við að gera! Best að hafa ball á Þinghúsinu og filma það til að nota í þáttaröðina! hvernig líst ykkur á það?

sunnudagur, janúar 2

Já, á nýju ári

Komiði öllsömul blessuð og sæl.

Ég fór á ball. Hljómsveitin var ömurleg.
Ég var mjög þreyttur. Margir voru mjög þreyttir. Loksins þegar Sigurvald kom var hann orðinn ákaflega þreyttur til augnanna. Og fótanna. Hann var svo þreyttur að þegar ég kom að heimsækja hann kvöldið eftir var hann eiginlega bara ennþá sofandi.
En hljómsveitin sökkaði illa.

Nú er ég búinn að skrifa svo mikið að ég er orðinn dauðþreyttur.
Bless.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com