þriðjudagur, mars 22

Framhaldssagan

Jæja, þá virðist framhaldssagan vera að enda. Ég hef aðeins fengið einn hluta sendan, frá einum frumherjanna, þannig átti það reyndar ekki að vera, en hei, þetta er bara svo assgoti skemmtilegur höfundur að ekki er hægt annað en að birta annan hlutann hans.

Léidís end djentelmenn, æ giv jú....

SILLI!!

(aftur)



Fer engum sögum af Koldimmu fyrr en hún dúkkar upp á Melavellinum á Skódanum hans Láka, út ötuð í rækjusalati, hrópandi upp yfir sig: “slátur, slátur, slátur!”. Varð mönnum um og ó og ráku í rogastans yfir hátterni fraukunnar siðlausu. En þar sem myrkrið var algert í rafmagnsleysinu á Melavellinum og rigningin svo mikil að líkast var að Þingvallavatn hefði tekist á loft og hrapað yfir Melavellinum, sáu menn ekki Mána sem staulaðist á eftir Koldimmu í myrkrinu með fulla ferðatösku af slátri. Koldimma hafði sem sagt fengið leyfi til að opna útimarkað á Melavellinum og var hún því komin í þeim tilgangi að selja slátur.Er hér var komið við sögu þótti mönnum orðið nóg um allt vatnsveðrið og hringdu í Geira Vörtu og kváðu farir sínar ekki svo sléttar. Fór það svo að Koldimma, Máni og verðirnir (ekki þó sá er hálsríg hafði því nokkru fyrr í sögunni lenti hann undir bíl Geirslettung og dó.) stigu trylltann dans undir kveðskap Geirslettungs Vörtu er hann æpti yfir mannfögnuðinn:

Allt er á tjá og tundri,
Get ekki fötin mín fundið
Ég verð að safna í sarpinn og sofa hjá Jónu
Hárið á mér er ljóst, þakið á húsinu er grænt
Mér finnst rigningin góð... lallla lalalaaa...ooooó.

Var nú sem veðurguðirnir hefðu heyrt til Geira, því að skyndilega virtist sem Þingvallavatnið hefði þornað upp. Og fóru þá allir í bakaríið að kaupa kleinuhringi, nema Koldimma sem æpti: “Slátur, slátur, slátur, slátur”.Fer nú engum sögum af þessu prýðislfólki fyrr en mörgum árum seinna er haldin var ráðstefna nörda á Hótel Nordica í Reykjavík. Þar voru saman komnir meðal annarra þeir Isaac Newton, Albert Einstein, Tómas Alva Edison, Henry Ford og sjálfur Bell. Fundu þeir margt sniðugt upp eins og vaxkefli til hljóðupptöku, bíl, ljósaperu, síma og rafmagn!Félagar okkar þau Koldimma, Láki, Geiri Varta, Máni og allir hinir urðu heldur ekki hissa. Ánægjan og gleðin skein úr hverju andliti yfir því að fá ljós!Kannski skein ánægjan alltaf úr andlitum þeirra... hvur veit, þar sem rigningin og rafmagnsleysið hafði verið svo mikið þessi ár á undan.... já og rokið!

Svo mörg voru þau orð.
Slátrið er að koma inn með ágætum.
Er sagan öll?

fimmtudagur, mars 17

Framhaldssagan

Palli

Geirslettungur vörtusnýkir fór með flyðrur á Melamótið 1673. Honum var skemmt, skemmdarvargur mikill sem kallaði ekki allar ömmur sínar stórnefja fúskur, o nei. Hann Geirslettungur vörtusnýkir var sko ekki á neinum varnarbuxum þegar hann þurfti að taka til máls. Hvað varðar rokið, Láka, Mána og Koldimmu er það að segja að Geirslettungur vörtusnýkir sem var mikill kvennamaður hafði mestu áhrifin á þessa áður upptalda félaga. Með einum og öðrum hætti stjórnaði hann þeim eins og veðrufræðingarnir stjórna ekki veðrinu. Hvaða óbragðs skal til taka ef svona almúgamálleysingjar stefna Koldimmu í hættu með forystuhnefum upp í loft.
Á Melavellinum í vonda veðrinu sem var margir metrar á sekúndu vegna rækjusallatsslettu á gólfinu, rigningar og rafmagnsleysis, voru verðir sem sváfu á félaga sínum. Vörður sá er verðirnir sváfu á vaknaði upp við hróp og köll veislgugesta sem henntust út um allar trissur í von um að sjá eitthvað annað en það sem fyrir augum bar. Vörðurinn var með hálsríg og eymsli í innri útnára vinstramegin að aftan rétt við rófubeinsrótina sem þarf sinn vökva. Réttast væri að segja, hvílík óskapleg gleði þarna var í vonda veðrinu klukkan þrjú (3) um nóttina þar sem Láki lék á Davíðs Oddi á Skódanum sínum frá toppi og niðrúr.

Já gott fólk, þetta er semsagt það sem komið var af sögunni.
Nú er undir ykkur komið hvort sagan heldur áfram eða hvort henni lýkur hér.
Ef þið viljið meiri sögu, sendið þá á mundi@visir.is eitt hundrað orð sirka og ég þruma því inn hér.
Nú eða ekki, þið ráðið, ykkar er valið!

sunnudagur, mars 13

Framhaldssagan

Annar hluti gjössovel.

Silli

Rigningin og rokið settu svip sinn á þessa dimmu dimmu nótt.
Ekki var því fyrir að fara að veðrið léki við hann Láka þegar hann dröslaðist inn í Skódann sinn þessa örlagaríku nótt. Hann vissi ekki að hún beið eftir honum. Vissi hann það? Vissi hún að hún beið? Vissi hann að hún vissi ekki hvort hún vissi að hann vissi hvort hún væri að bíða eftir honum, eða hvarflaði það ekki að honum?
Rafmagnið hafði farið af. Það var því rafmagnslaust og dimmt. Dimmt sökum rafmagnsleysis og hinnar fögru Koldimmu sem var að því komin að kasta upp jólaglögginu sem hún hafði slafrað í sig nánast allt kvöldið. Negulnaglar.
Koldimma var slyng frauka. Naðra. Dimm naðra. Koldimm og blaut frauka, sem hafði hrasað á rækjusalatsslettu á gólfinu hjá Mána. Máni var líka dimmur. Hann var dimmur á svipinn þegar Koldimma í fallinu, rak óæðri endann í snyrtiborð með þeim afleiðingum að allar varalitaprufurnar úr Kolaportinu láku í niðurfallið í bílskúrnum.
Fólk skildi símtæki sín eftir í eldhúsinu af ótta við myrkrið. Allt fauk til andskotans og tærnar yfirfylltust.

miðvikudagur, mars 9

Framhaldssaga mánaðarins

Gott fólk, nú kemur nýtt. Framhaldssaga sem ég byrjaði að skrifa í haust, ca. 100 orð, sendi svo til Silla og bað hann að bæta við framhaldi. Sem hann og gerði. Þá var komið að því að senda til Palla og fá hann til að bæta enn við. Sem hann og gerði.

Leið nú og beið.

Loksins kom upp sú hugmynd, í samtali við Palla, að skutla kvikindinu bara inn á bloggsíðuna, svo þegar hlutarnir þrír eru allir komnir, að láta ykkur, ágætu lesendur, um framvinduna. Þ.e.a.s. að skrifa ykkar eigið framhald, 100 orð, og senda á ímeil adressuna mína, sem ég mun gefa upp síðar.

En, hér kemur fyrsti hluti, vessgú!

Mundi

Nóttin var dimm og það var myrkur í henni. Dökkt var allt í kring vegna myrkursins sem var þarna útaf dimmri nóttinni. Rökkrið var mjög mikið vegna næturinnar, sem var koldimm, því það var komin nótt. Klukkan var þrjú eftir miðnætti og þá var komið myrkur afþví klukkan var orðin svo margt. (Þrjú) Það var stormur úti og vindurinn gnauðaði í glugganum því það var svo hvasst. Hvassviðrið var svo mikið að allt fauk í rokinu, sem var þarna af því það var svo hvasst. Og mikið rok og vindur, margir, margir metrar. Á sekúndu. Regnið lamdi gluggana og droparnir fuku á þá í rokinu sem var þarna af því að það var svo hvasst. Og dimmt.
?
Og þá var allt blautt í rigningunni og rokinu. Klukkan var rosalega margt og komin nótt og rok og rigning.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com