miðvikudagur, september 17

Fimm dagar

Já gott fólk, nú eru fimm dagar frá síðasta bloggi.
Ég er í óhemju mikilli framför, því verður ekki neitað. Það er í raun fyrir tilstilli Kristjönu sem ég blogga svona fljótt aftur, annars ætlaði ég bara að bíða í tvö ár....

Ég er að velta því fyrir mér á næstunni að henda inn eins og einni æskuminningu, hvað segiði um það? Svo er nú bloggið mitt að verða frægt, mamma búin að fá leyfi hjá mér til að birta eitthvað gamalt og gott af síðunni í næsta Fréttabúa (sem er héraðsfréttablað í Vestur-Skaftafellssýslu, sem kemur núorðið bara út einu sinni á ári, fyrir jól).

Jæja, æskuminningin kemur fljótlega, verið bara þolinmóð, þangað til kveður Yfirzetor.....

föstudagur, september 12

Tvö ár

Jæja, komiði öll sæl og blessuð.

Sjálfsagt ekki margir sem kíkja á blogsíðuna mína í dag, en tilefni þessarar færslu er tveggja ára bloggþögn mín.

Síðast bloggaði ég þann 12.sept. 2006, svo leið og beið og allt í einu áttaði ég mig á því að ár var að verða liðið, þá ákvað ég að blogga á árs afmælinu, en mundi ekki eftir því fyrr en daginn eftir, þann þrettánda. Þá var ekki um annað að ræða en að bíða í ár til viðbótar, mínir nánustu hafa síðan fylgst með mér og í gær fékk ég póst frá mömmu, þar sem ég var minntur á stóra daginn.

En, semsagt, dömur mínar og herrar, hér er það, tveggja ára afmælisblogg, og það reynist bara vera sjálfhverft og hundleiðinlegt, fuss og svei.....

Verð að gera betur, á morgun fer ég í göngur (sem er reyndar ofrausn að kalla því nafni, ég fer bara áleiðis upp í Vatnsnesfjall í fyrirstöðu) og mun því ekki blogga á morgun.
Auk þess er ég líka að bíða eftir því að andinn komi yfir mig, þangað til vísa ég bara í gamlar færslur, fariði nú bara að grafa, byrjið í nóv.2003 og vinnið ykkur áfram, margt mjög fyndið þar á ferð, þó ég segi sjálfur frá.
Já, nú fékk ég hugmynd: skoðiði gömlu bloggin mín og segið svo frá í kommentum hvað ykkur finnst uppáhalds og fyndnast, gerið bara koppípeist, svo ekki fari á milli mála.

Vá, sjálfhverfnin alveg að fara með mig núna.....

Geriði þetta samt....
Svo fyrirskipar Yfirzetor.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com