laugardagur, maí 22

Drasl

Tölvur og allt þeim tengt eru drasl, það hef ég margoft sagt og stend við það fram í andlátið, og lengur ef þarf. Eins og þið hafið tekið eftir eru linkarnir horfnir og koma ekki aftur. Þó er ég búinn að reyna að koppía Sigrúnar linka og allt sem þeim fylgja, og seiva þá yfir á mitt template, en án árangurs. Auk þess notum við Opera vafrara og hann er einstaklega óvænn, að minnsta kosti fyrir venjulega notendur eins og mig.

Ergó: Tölvur eru drasl.

Að öðru.
Nú erum við komin á Hvammstanga og er það vel. En okkur vantar húsnæði, þar sem það sem við hugðum að við fengjum var hrifsað útúr höndunum á okkur, með ótrúlega ósvífnum hætti, yndislegt að vera þannig boðin velkomin á staðinn.

En semsagt, okkur vantar íbúð á leigu, helst í Breiðholtinu, eins og einhver kallaði þessar þrjár götur hér uppfrá. Íbúð sú skal vera hin æðislegasta í alla staði, björt og rúmgóð, með tvö svefnherbergi að minnsta kosti, helst þrjú, okkur langar að geta tekið á móti og hýst fullt af gestum! Og þá er ég ekki að tala um partístand, heldur vini og ættingja að sunnan.
Semsagt, nú ætla ég að virkja ykkur, kæru lesendur, í leitinni að húsnæði, blíng blang!
Eða eins og George sagði: öpptiddillíöpp, dántiddillídán, vúpps, púbb, tviddillídí!

Með von um góðar viðtökur,

Meiri kallinn.

miðvikudagur, maí 19

Lebb!

Já, ekki var eftir sem Bridd (krem) undir gulu á dag sínum, ef safinn og grjót. Andartök og hlussur en ekki græjan um leið og annað dettur ekki, nema ef vera skyldi ekki! Og er það undir? Hjá kannski táslur, api og kannski líka api. OG kannski ekki kannski já!

Annars bara graskaka ef sami detta á morgnana eða bara haustin og lappirnar, nú eða bara jájá.

Enginn er að hoppa.

(Með þessu er ég að vonast til að hafa toppað síðasta bloggið hans Zilla.)

fimmtudagur, maí 13

Binghús-Þar

Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að í fyrirsögninni hér að ofan er átt við hinn ágæta stað Þinghús-Bar. Í síðasta bloggi hvatti ég fólk til þess að koma þangað og fá sér en kop keeeeeeefffffffee, eins og hún Katrín vill meina að frændur vorir, Danir, segi það. Þar hefur hún alveg rétt fyrir sér.

Reyndar var ég búinn að gleyma því að sumaropnunartími Binghúss-Þars hefst ekki fyrr en laugardaginn 15. maí, og verður þá opið til miðnættis! Eða, reyndar til þrjú, átta á sunnudag og SVO hefst sumaropnun!

Bræður og systur, lepjum ekki dauðann úr skel, fylkjum liði, förum á Þinghús-Bar og fáum okkur svartbaunaseyði úr emjandi svartbaunaseyðiskvarnarmaskínunni!

Heil R2D2!

þriðjudagur, maí 11

Afsakið hlé

Mættur.

Hef hvorki nennt né haft almennilega aðstöðu til bloggunar. Er byrjaður í nýju vinnunni og er að fíla það í herðar niður. Tjá........

Guð blessi Þinghús-Bar..... og R2D2! Húrra! Húrra! Húrra!

Hvernig væri að koma á smá kaffihúsamenningu hér (á HVT) og ganga til kaffis á daglegum grundvelli á Þinghús-Bar? Kammon! Gaman!

Jæja, nú er ég alveg búinn, hef ekki skrifað svona mikið lengih!

Sjáumst á Þinghús-Bar!!

Húrra!!

Free Web Site Counter
FreeLogs.com