sunnudagur, nóvember 30

Tímamót!

Já, alltaf er nú gott að vera með teljara.
Nú er teljarinn kominn yfir hundrað og hefi ég ákveðið að hundraðasti gesturinn fái vegleg verðlaun!
Þau eru ekki af vestari endanum, eða sáralítið notuð framfjöður úr Scania Vabis árgerð ´73!

Gestur númer hundrað er vinsamlegast beðinn að gefa sig fram og veita þessum glæsilegu verðlaunum viðtöku.

Gestur nr. 200 verður heldur ekki svikinn!
Æsispennandi, ekki satt?

Yfir-gleraugnazetor segir:

föstudagur, nóvember 28

Bjór og bað

Já alltaf er nú gott að fá sér bjór, fara í bað og að vera kominn heim, ohh hvað það er gott að vera kominn heim.
Alltaf er gott að vera kominn heim.
Alltaf er nú gott að fá sér bjór og vera kominn heim.
Alltaf er nú gott að vera kominn heim og fá sér jólamaltbjór frá Egils og vera kominn heim.
Alltaf er nú gott að vera kominn bjór og fara í bað heima með bjór.
Alltaf er nú gott að vera í beð með bað í Egils jólabjór.
Alltaf er nú gott að fara í sjóðandi heitan bjór með ískalt heim og fara í Egils.
Alltaf er nú gott að Egils fara í bjór með sjóðandi heitan jóla.
Alltaf er nú gott að malt er að fara í ískalt bað með sjóðandi heitt heim og Egils.

Ykkar einlægur

miðvikudagur, nóvember 26

Tímamót

Já gott fólk, nú er maður búinn að koma sér upp teljara.
Það eru ákveðin þáttaskil í lífi hvers manns/konu þegar hann/hún er búinn/búin að fá sér teljara.
Alltaf er nú gaman að vera með teljara.
Alltaf er nú hægt að fylgjast með traffíkinni á síðunni sinni ef maður/kona er með teljara.
Alltaf er nú gaman að segja frá því að fyrsti maður/kona sem fer í gegnum manns eigins teljara er enginn annar/önnur en bassa- og kraftazetorinn Palli!

Þetta er allt og sumt að þessu sinni.
Bæjó, í bili þó!

Já.... og hún Brynja... heh.... sumar óléttar konur fá æði fyrir einhverri matartegund, Brynja verður hinsvegar voða upptekin af því hvað allir eru fyndnir!

þriðjudagur, nóvember 25

Heihei!!

Hér kemur æskuminning nr. tvö, njótið!
(Svolítið síðan ég skrifaði þetta)

Í sjónvarpinu er verið að sýna apamynd. Nánar tiltekið Gorillas in the mist, þar segir frá klikkaðri kellíngu sem hangir í skóginum og talar við górillur og tekur af þeim ljósmyndir.

Þá rifjast upp fyrir mér atvik úr æsku minni, þar sem apar koma við sögu. Þannig var, að sem ungur drengur las ég allar þær Tarsanbækur sem ég kom höndum yfir. Þær bækur voru hlaðnar hagnýtum fróðleik um það hvernig komast má af í skóginum og hvaða bardagaaðferðir nýtast best í slagsmálum við hin ýmsu skógardýr, svo eitthvað sé nefnt. Og, síðast en ekki síst: apamál! Í þessum bókum lærði ég undirstöðuatriðin í apamáli, svosem eins og “drepa”, “hvítur”, “svartur” og þar fram eftir götunum. Og auðvitað heitin á hinum ýmsu dýrategundum. Fíllinn er t.d. Tantor, villisvínið Horta og snákurinn Hista, svo fátt eitt sé nefnt.

Jæja, eitt sinn var ég semsagt á ferð með foreldrum mínum og lá leiðin til Hveragerðis. Þar var farið í Michelsen, sem var svolítil vasaútgáfa af Eden. Þar var til dæmis gosbrunnurinn með öllu klinkinu sem margir muna eftir í kvikmyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna.

Og aparnir.

Þar voru semsagt alvöru apar, tveir eða þrír í búri, og var ekki lítill fengur fyrir tíu-ellefu ára gamlan gutta að geta: a) slegið um sig með apamáli, og b) spjallað við apakettina í búrinu um daginn og veginn og þannig kynnst lífinu út frá sjónarhóli apa í búri. Ég stillti mér upp fyrir framan búrið og reyndi að koma á augnsambandi við einhvern apanna og þegar ég taldi því náð sagði ég það fyrsta sem mér datt í hug á apamáli: “ka góða!” Fyrir hina fáu sem ekki kunna apamál þýðir það “gefstu upp!” Enginn apanna sýndi nein viðbrögð. Ég ræskti mig og reyndi aftur, “KA GÓÐA!”........ Ekkert. Ég reyndi að sjá merki um breytta hegðun hjá félögunum í búrinu, en varð að sætta mig við að sennilega skildu þeir ekki apamál, einhverra hluta vegna.

Þetta var einkennilegt.
Illur grunur tók að læðast að mér. Var það kannski, kannski hugsanlegt að það væri hugsanlega kannski ekkert sérlega mikið að marka það sem stóð skrifað í Tarsanbókunum? Gat það kannski hugsanlega hugsast að Edgar Rice Burroughs kynni ekki, þegar allt kom til alls, apamál? Var kannski ekkert að marka neitt sem stóð í þessum bókum? Ég varð hálf-dofinn þegar þessi skelfilegu, hugsanlegu sannindi fóru að renna upp fyrir mér.

Ætli það hafi ekki verið um líkt leyti sem ég hætti að lesa Tarsanbækur, og snúa mér alfarið að Lukku-Láka, þar var þó eitthvað raunverulegt á ferðinni!

mánudagur, nóvember 24

Jammojæja

Já, gaman.

En svo við snúum okkur að öðru, þ.e.a.s. skrifum.
Ég er tilbúinn með aðra litla æskuminningu, (nenni ekki að skrifa meira um hárið á mér.)

Ef einhverjir vilja fá næstu sögu hér upp, kommentið þá í Jesú nafni!

Gleraugnazetor

sunnudagur, nóvember 23

Nú fór í verra!

Í upphafi setti ég upp einhverja vitlausa stillingu og því er núna allt eldra efni í fokki hér á bloggsíðu. Mín bíður ærinn starfi að lagfæra og leiðrétta, þ.e.a.s. ef einhver vill fá aftur að lesa mínar ótrúlegu hugleiðingar. Látið þá í ykkur heyra.

En að öðru og miklu merkilegra.
Nú erum við komin með ADSL!
Jibbíííí!
Vei!
Húrra!
Bravó!
Gaman gaman!

Ykkar einlægur yfirzetor.

laugardagur, nóvember 22

Halló

þetta djöfulsins tölvudrasl, en hún Sigrún mín sem er algjör snillingur og alveg æðisleg og frábær og best og fallegust og fyndnust og skemmtilegust og ég gæti haldið áfram endalaust að telja upp hennar æðislegu kosti, en allavega þá lagaði hún þetta fyrir mig.

Jæja geyin mín. Mig langar að deila með ykkur æskuminningu einni, í tilefni þess að Grease er að gera allt vitlaust allsstaðar.
Sko, kannski að ég byrji á því að segja ykkur að þegar ég var lítill átti ég mér þann draum heitastan að vera dökkhærður. Allir hafa í æsku þráð að vera einhvernveginn öðruvísi en þeir voru, minn draumur var semsagt að vera dökkhærður. Hvers vegna? Jú, í fyrsta lagi var ég fagurlega rauðhærður og fékk þ.a.l. ansi oft að heyra það, var semsagt töluvert mikið strítt vegna þess. Í öðru lagi var mitt átrúnaðargoð (eitt af mörgum) sjálfur Tarsan. Hann var ekki aðeins dökkhærður, heldur með alveg kolsvart hár, svo svart að á það sló stálblárri slikju, samkvæmt teikningum að minnsta kosti.

Og svo kom Grease.
Danny Zuko og félagar um allar koppagrundir, flestallir dökkhærðir og myndarlegir, fjaðrandi í göngulagi og með brilljantín í hári, svo gljáði á eins og nýbónað gólf.
Grease æðið fór yfir eins og eldur í sinu hér á landi (reyndar ári eftir að byrjað var að sýna myndina í Amríku) og ungir, fjallmyndarlegir og ekki síst dökkhærðir menn á hverju strái. Tónlistarbærinn Selfoss fór að sjálfsögðu ekki varhluta af þessu æði, um plássið skálmuðu tröllmyndarlegir, ungir menn, fjaðrandi í göngulagi og með brilljantín í hári.

Lítill, rauðhærður drengur hékk á grindverki og horfði öfundaraugum á þessa dökkhærðu menn með brilljantín og óskaði þess að vera orðinn einn af þeim. Loks kom að því að mamma skyldi klippa mig og bað ég sérstaklega um að fá grísklippingu, þ.e.a.s. feiti í hár. Var það auðsótt mál. Kvaðst faðir minn eiga brilljantín frá sínum sokkabandsárum, tuttugu árum fyrr. Flott, hugsaði ég, nú fæ ég orginal brilljantín, árgerð1956 mar! Mamma klippti og pabbi kom sigri hrósandi með, ekki brilljantín, heldur einhverja hárolíu í flösku, sem hann bar í hárið mitt eftir klippingu. Mamma greiddi síðan aftur og fór svo að blása hárið!

Þegar þessu var lokið steig ég úr stól, fór rakleitt inn á bað og leit spenntur í spegil. Við mér blasti fagurlega rauðhærður drengur með broddaklippingu, var nokkurnveginn í útliti eins og rauður strákústur. Þetta var ansi langt frá því að vera kolsvart, koppafeitisgljáandi Gríshár. Voru vonbrigði töluverð og minnist ég þess ekki að hafa gert fleiri tilraunir með hárið mitt fyrr en löngu seinna þegar ég safnaði hári. En það er nú önnur saga.

Ég þakka þeim sem lásu, lifið heil.

miðvikudagur, nóvember 19

Þreytti kallinn

Nú er ég hann. Var að vinna frá 7 í­ morgun til 22. Nenni ekki að skrifa neitt. Nema þetta.

Góða nótt.

þriðjudagur, nóvember 18

Komið sæl

Jeg hefi nú um nokkurt skeið hagað mínu talmáli á þann veg að greini sleppi ég með öllu. Er af því­ heilmikil hagræðing, svo ekki sé minnst á tí­ma- og orkusparnað. Jeg hefi með þessarri tilraun minni komist að því­ að greinir er, að því­ er virðist, með öllu óþarfur.
Hvernig má það vera, kunna nú lesendur að spyrja sig. því svara jeg með eftirfarandi dæmum: (við matarborð) rjettu mjer kaffi, í­ stað rjettu mjer kaff. (Við gegningar) kindur verða að fá töðu, í­ stað, kindurnar verða að fá töðuna. (Úti á engjum) rifjaðu nú skára, í­ stað rifjaðu nú skárana. Þannig má lengi áfram telja.
Einnig verða orðin mun þjálli í­ munni, má þar nefna "Vaðlaheiðarvegavinnumannaverkfæraskúrsdyralykill"varla þarf að taka það fram hversu miklu þjálla þetta orð verður í munni ef ekki er verið að lengja það með greini!

Sjer nú hver maður að komast má af með töluvert minna talmál en viðgengist hefir, og ætti þjóðarbúi að sparast umtalsverð orka með þessu móti, og þar með verðmæti.

Læt ég hér staðar numið að sinni,
góðar stundir.

mánudagur, nóvember 17

JÁ SÆL

Bara að láta vita af mér, svo blogga ég helst ekki um helgar, því­ þá eru allir netlausir í­ sumarbústöðum. En annað kvöld mun ég færa inn hugleiðingar ansi skemmtilegar, hó hó.

Og kvöldið þaráeftir koma annaðhvort fleiri hugleiðingar, ansi skemmtilegar, eða smásaga, ansi skemmtileg, þið ráðið rýjurnar mí­nar.

Bíðið spennt þangað til.

miðvikudagur, nóvember 12

HARMAFREGN!!

Oss hafa borizt til eyrna þau válegu tíðindi, válegu tíðindi að fyrirhugað og mjög svo langþráð ball með stuðhljómsveitinni stórkostlegu Chernobyl, sem halda átti einhversstaðar í náttúruperlunni og sælureitnum Reykjavík á laugardag komanda, hafi nú í­ dag verið endanlega blásið af!

Vitum vér að þetta reiðarzlag mun koma til með að hafa ævarandi áhrif á ungar og viðkvæmar sálir á norðurlandi vestra og hefur af þeim sökum verið komið upp aðstöðu til áfallahjálpar á Melavegi 7, spurt eftir Pétri, hefur maður sá stórt hjarta ok blíða lund. Aumt má hann aldregi sjá.

Annað mál og ekki zíður alvarlegt er svo það að ykkar einlægur hefir nú um nokkurt skeið í­hugað úrsögn úr téðri hljómsveit, EN, hyggur þess stað á frekari frama með hinum ótrúlegu Zetors og jafnvel fara að huga að zólóferli! Hefur undirrituðum borist aragrúi tilboða um hörpuslátt hér og þar um land, má þar til dæmis nefna beiðni um að strjúka strengi við hina árlegu afhendingu landgræðsluverðlauna í lok næstu vikuh! Verða þar einnig zlaghörpuleikari og söngkona, en í algjörum aukahlutverkum.

Læt ég hér ztaðar numið að sinni, lifið heil!

þriðjudagur, nóvember 11

Sorrí

Ég biðst velvirðingar á þessu upphlaupi Gunna Þó, ég mun reyna framvegis að passa að þetta komi ekki fyrir aftur.

En, aðrir sálmar: annað kvöld ættu að koma hér upplýsingar um lókal meints balls með stórhljómsveitinni Chernobyl! Allir voða spenntir? Tékka sig inn hér í­ sjátáti þið sem eruð að spá í­ að koma á balllllll!

Skrifa meira? Nei ekki núna.


Góðir hálsar!

Já, þið eruð rosaleg, öll með tölu!
Haaaaaaaaaa?

Hér á undan skrifaði ég kommentvæs skilaboð til Brynju, um það að hún sé partur af einhverju prógrammi. Hvað skyldi það nú vera, haaaaaaaaa?

Ég er Gunni Þó!HAHAHAHAHAHAAAAA!

Tónlistarlífið á Hvammstanga verður aldrei samt þegar ég er búinn að láta allar mí­nar fantasí­ur rætast! Enginn mun geta stoppað mig!!!
Enginn mun geta toppað MIG!!

MÚAHAHAHAHAHAHA!!!

mánudagur, nóvember 10

Fyrir Silla!

k

Tíhíhí!

Ef þið bara vissuð!

Hmmphhh...!

sunnudagur, nóvember 9

bull

meira bull

laugardagur, nóvember 8

Mér datt það í­ hug.
Átta komment á einum sólarhring. Þar af tvö frá sjálfum mér.
Þarf nokkuð að efast um það meir? Ég er án nokkurs vafa óvinsælasti einstaklingur í öllum alheiminum, þó víðar væri leitað!
Sama er að segja um hotmeilið mitt, ég fæ meira að segja ekki lengur tilboð um tippa- og brjóstastækkanir.
Ætli það sé ekki best að hætta þessu bara.
Bu-hu-hu-hu-huuuuuu!
Óverenát, meibí forever?

föstudagur, nóvember 7

Éveidðagih.
Tekur því­ nokkuð að vera að blogga núna? Eru ekki allir farnir eitthvað, bústað og svona? Annars var ég að spá í að fara af stað með kommentasöfnun, en það þýðir örugglega ekkert þegar allir eru hvergi og enginn er nokkursstaðar. Auk þess er ég svo óvinsæll, það kemur aldrei neinn að skoða síðuna mína :(
EN, að öðru. Í hvert skipti sem hún Sigrún mí­n heyrir lag í­ útvarpinu segir hún: "þið (zetors) eigið að taka þetta næst þegar þið spilið!" Þannig að á efnisskránni eru núna um það bil 12.658 lög. Nú er bara að spyrja Skúla Gunnu hvað við megum spila lengi frameftir!
En ég árétta bara þetta að ofan, með það hvað ég er óvinsæll og enginn vill kommenta mig :(
Óverenát.

fimmtudagur, nóvember 6

Hvaða rugl er þetta! Loksins er maður kominn með bloggsíðu og gerir þá ekkert annað en að væla! UUURRRRRRRR!!! AARRRRRRGGGGHHHHH!!! KJAFTÆÐI! KELLINGAR! URÐ OG GRJÓT #*$%&#$*%&#$#*! GAAAARRRRG!!! 38 TOMMU DEKK!! BÍLVÉLAR OG MÖ-Ö-Ö-Ö-Ö-Ö-Ö–L!!!!

Svona, þetta var betra.

Þá er maður bara kominn heim, Sigrún sótti mig austur í dag.
Það þýðir ekkert að ætla að vinna neitt þessa vikuna, þvílí­kur aumingjaskapur að geta ekkert unnið fyrstu vikuna í­ nýrri vinnu!

En samt gott að vera kominn heim til guttans sí­ns sem er orðinn svo skæður að hann klifrar sjálfur upp í hókus pókusinn sinn og upp úr rimlarúminu.

Annars ekkert að frétta, hlakka bara til eftir einn og hálfan mánuð sirka, þegar ðe Zetors spila (að öllum líkindum) á Gunnukaffi, þ.e. annan í­ jólum! Gera jólalögin klár. Eigum við nokkuð að æfa? Allavega gerðum við það ekki sÃíðast. Neinei, við erum svo helví­ti góðir, það væri bara verra ef það væri betra.

Óverenát.

miðvikudagur, nóvember 5

Jæja, dagur er að kveldi kominn. Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn, og endaði á­ svaka orgí­u á msn, það voru sirka átta-tí­u manns að spyrja í­ allar áttir þegar mest var!
Ritstífla.
Ég hósta bara og hósta og allt útlit fyrir að ég komist ekki til vinnu þriðja daginn í­ röð. (hóst hóst) Afsakið. (hóst hóst hóst hóst) Andsk...(HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓSHÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST HÓST T HÓST HÓST HÓST HÓÓÓÓÓÓÓÓÓST!!)

Og smá könnun:
ERU EKKI ALLIR Í STUÐI?????!!!!!!!

En... þau eru komin.
Jæjjjja! Hvað á maður nú að gera? Gaman væri nú að vita hvort einhverjir hafa komið að kí­kja á mann. En, þetta er náttúrulega fí­nn vettvangur fyrir mig til að birta allt bullið sem ég er búinn að skrifa um dagana og geymi eins og gull í­ tölvunni minni. Ef ykkur langar að sjá svoleiðis, látið mig vita kommentvæs.
Óverenát.

Hvaða helvítis.... hver er að stjórna þessu drasli eiginlega? Bloggið er samasem dautt þegar enginn getur kommentað, það er eiginlega það langskemmtilegasta við þetta allt! Eða.... asso, ekki það að kommentin liggi niðri, heldur að.... æ, þið skiljið. Maður er bara í­ fullkominni einangrun!
Og J.Z. Bonham, til lukku með glæsilegt messenger nafn!
Óverenát.

þriðjudagur, nóvember 4

Og nú er ég eins og aðrir nýliðar, veit ekkert hvað ég á að skrifa. En annars er ég bara eins og margir aðrir, gjörsamlega í skýjunum yfir sökksessinu um helgina. Þvílík ofursnilld! Sigrún mín þarf að vera tjóðruð við jörðina, annars sví­fur hún bara út í­ loftið, hún fær endalaust lof fyrir sönginn. Og það sem virkar vel að láta hana og Brynju syngja ABBA, man!

En nú er ég 100 kílómetra frá fjölskyldunni minni, er á Hvolsvelli að vinna fyrir salti í­ grautinn. Fór aftur í gamla fyrirtækið mitt þar sem ég lærði á sínum tí­ma (SS) þeir náttúrulega tóku mér opnum örmum. þannig að núna er ég að búa til allskonar handa fólki til að borða. Ja.... nema í dag, nú er ég búinn að sitja heima (asso þar sem ég gisti) lasinn í­ allan dag, fí­n fyrsta vinnuvika mar?

En.... semsagt, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa, hó­hó­!
Svo bíðum við bara öll eftir að kommentin komist í­ lag.

Kúúúúúúúúl!!!

Júhú! Kominn með bloggsíðu!

Ókei, núna er ég meiri kallinn.

Free Web Site Counter
FreeLogs.com