þriðjudagur, febrúar 24

Minningar, já, minningar

Nú hefur maður tíma til að blogga, lasinn enn eina ferðina, hvað er að gerast með mann?

Þegar ég var krakki og unglingur tók ég náttúrulega allar umgangspestir, fannst það alltaf voða notalegt, liggja bara í rúminu yfir daginn með útvarpstæki heimilisins. Það var lítið tæki sem gekk fyrir rafhlöðum en var ekki tengt í rafmagn eins og ætla mætti, því þurfti alltaf að vera að skipta um rafhlöður. Ekki man ég samt af hvaða tegund tækið var. En í því hlustaði ég á gufuna daginn langan og drakk malt.

Svo þegar systir mín byrjaði að gelgjast eignaðist hún lítið kassettutæki sem hún notaði til þess að taka upp Lög unga fólksins í eldhúsinu á mánudagskvöldum. Þá stillti hún kassettutækinu upp á móti útvarpinu og ýtti á rec þegar við átti. Á mánudagskvöldum voru Tommi og Jenni sýndir í sjónvarpinu, á sama tíma og Lög unga fólksins voru í útvarpinu. Á einni upptökunni má heyra þegar faðir minn opnar eldhúsdyrnar, stingur hausnum inn í eldhús og hrópar hátt og snjallt -"Tommojenni!" og uppsker ákaft -"suss!" frá móður minni og systur. Annars var hann vanur í greiðasemi sinni að láta vita þegar ærslabelgirnir áðurnefndu voru á dagskrá.

Kassettutæki systur minnar (sem kommentar hér öðru hvoru sem sillA, til aðgreiningar frá Silla) kom sem himnasending til mín og gerði ég margar upptökutilraunir með það. Til dæmis var hægt að láta það spila hraðar með því að ýta pásutakkanum niður til hálfs og prófaði ég því að syngja lagstúf hægt inná band og spila hann með þessum hætti. Engu að síður hljómaði ég eins og strumpur við afspilun, enda ekki búinn að öðlast þessa hyldjúpu og yndisþýðu rödd sem ég er í dag gæddur. Lagstúfurinn var byrjunin á Himinn og jörð eftir Gunna Þórðar, þetta man ég!

Löngu síðar fattaði ég að nota sömu tækni við upptökuna sjálfa (ýta pásutakkanum niður til hálfs) þannig að við afspilun snerist dæmið við og ég hljómaði eins og nashyrningur í dýragarði. Eða sjálfur Kölski.

Læt ég þetta duga að sinni, lifið heil.

miðvikudagur, febrúar 18

Blogg vikunnar

Viti menn, bara komin vika frá síðasta innleggi.
Nú er ég að reyna að muna eitthvað úr æsku minni, það bara vill ekkert koma.

Ég hef ekki enn sent svar til prinsessunnar í Nígeríu, ætla að bíða og sjá hvort ég fái meira.
Þessi bréf eru frá glæpamönnum í Nígeríu sem lofa fólki svo og svo mörgum prósentum af 165.354.863.244.321.654.563.258.449 dollurum, eða svo, ef menn vilja vera svo elskulegir að aðstoða þá við að losa um þessa peninga. Í mínu tilfelli er það semsagt "prinsessa" sem hefur erft milljón skrilljónir, en vantar hjálp við að nálgast péninginn. Í því skyni þarf fólk ekki annað að gera en að senda "smá" upphæð til þeirra, og svo er gengið á lagið og beðið um meira og meira.

Galdurinn er að draga þessa gæja á asnaeyrunum, þykjast ætla að senda þeim pening og láta þá snúast og snattast þarna úti í Afríku, snúa semsagt taflinu við. Ég hef heyrt um menn sem náðu að láta þrjótana kaupa flugfar og bóka rándýr hótelherbergi fyrir þá, helvíti dýrt, mátulegt á glæpamennina.

Þessir gæjar ná að gabba ótrúlegar upphæðir útúr auðtrúa fólki á hverju ári út um heiminn.
En það er til síða, www.419eater.com, þar sem sýndar eru aðferðir til þess að snúa á glæponana. Og það skal tekið fram að þetta ERU ósvífnir glæpamenn, þannig að samskiptin við þá verða að fara fram með ýtrustu varkárni, þó þeir séu langt í burtu er aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á!

En, mikið var þetta nú leiðinlegt blogg hjá mér í þetta sinnið, ég biðst bara velvirðingar á því.

Respect!

þriðjudagur, febrúar 10

Loksins fær maður svona!

Eftirfarandi barst mér nýlega í tölvupósti:

> Good day and compliment,A CRY FOR HELP,I am writing this letter in
> confidence believing that if it is the wish Of God for you to help me
> and my family, God almighty will bless and Reward you abundantly. My
> family and I are true Christians and worship's God truthfully. I got
> Your contact through Internet during my research on some one who could
> Help us. I am a female student Of University of Nigeria, Lagos. I am 22
> yrs old. My fathers died earlier two months ago and left my Mother I and
> my brother behind. He Was a king, which our town citizens titled him
> before his death I was a Princess to him and I and my brother are the
> only people who Can take Care of his wealth now because my mother is not
> literate enough To know all my fathers wealth behind. He left up to USD
> 27.350 000.000.00 million dollars with a security Company, and I dont
> know how and what I will do to invest this money Somewhere in abroad, so
> that my fathers kindred will not take over what Belongs to my father and
> our family, which they were planning to do Without my present because I
> am a female as stated by our culture in the Town. That is why I felt
> happy when I saw your contact which I strongly believe that by the grace
> of God, you will help me secure And invest this money. I thereby need
> your help in bringing the box Containing the money out from the security
> company, based on your reply I Will furnish you with more details on how
> we can proceed. I am ready to pay 10% of the total amount to you if you
> help us in Securing this money and another 10% interest of Annual Income
> to you, for investing this money for us, which you will strongly have
> absolute Control Over. If you can handle this project sincerely and also
> willing to assist me In lifting this fund, kindly reach me and I will
> let you know the next Step to take towards actualizing this transaction
> as quickly as Possible. Please, note that this transaction is 100% risk
> free. I look forward hearing from you soonest. Yours sincerely,Princess
> and family

Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir að fá svona og loksins er það komið. Nú þegar er ég búinn að skrifa svarbréf en er á báðum áttum með að senda það, það er nefnilega til síða þar sem segir hvernig maður geti náð bestum árangri í því að stríða þessum mongólítum sem reyna með þessari aðferð að narra peninga útúr fólki. Veit einhver urlið á þá síðu?
Til gamans er svarið mitt hér.

Dear princess.

It is with utmost horror I read about your troubled situation. My huge and compassionate christian heart literally bleeds for you and your family. Such a burden to be all of a sudden presented to! Of course I am eager to help, only with just the slightest alteration. It is not much, just has to do with the little reward. You see, I will gladly undertake the transportation of the box for a measly 90% of the total amount. As I said, nothing really to mention. By all means, send more information.

Yours sincerely,

Nafnið sem ég setti undir kýs ég að birta ekki hér og nú, þar sem dóttir mín gæti verið að lesa þetta, hehe.

miðvikudagur, febrúar 4

Blogg mánaðarins

Já, kæru aðdáendur, þá er komið að því.

Hér kemur blogg febrúarmánaðar.

Rageþ feh akris lit ará gé í tsagelinnes muninivuksæ annevs. Muðggyb (nnie mudnusúþ) uniðebulfötrak á go itfruþ ða nnah. Nne ðiv ðafórp, ginnaþ tsanieb ðiv anpo uppojs, ða rukko sáraðruh lxö, ttáms.

Og hvað var nú þetta?

Free Web Site Counter
FreeLogs.com