Sunnudagur (stendur reyndar hér fyrir ofan)
Komiði sæl!
Jú, enn er maður á lífi, það má reyndar sjá á zetorsíðunni. Maður er bara eins og aðrir, sísaddur og sinnulaus þessa dagana, nema náttúrulega þegar maður er á hljónstarængu á Gunnu.
Annars er lífið ákaflega ísí þessa dagana, fínt að hafa heilan afa undir sama þaki, bara klæða drenginn sinn þegar hann vaknar, ýta honum út um herbergisdyrnar og hókus pókus, sprettur ekki afi fram og tekur við uppeldinu, við sofnum aftur. Zzzzzzz.
Þess utan gerist ekki neitt, ekki fyrr en á þriðjudagskvöld, en þá verður blásið til veislu hjá Brillanum, jömmí jömmí. Sitja í splunkunýjum stól frá húsgagnalagernum, við splunkunýtt borð frá húsgagnalagernum og gadda í sig hverja stórsteikina á fætur annarri, jömmí jömmí! Kartöflur, sósa og sultutau kannske, jömmí jömmí! Bjór? Rauðvín? Jömmí? Mmmmmmmm.....
Ókeibæ.